Norðurljósið - 01.01.1976, Blaðsíða 38
38
NORÐURLJÓSIÐ
ræmi við þetta boðorð mælti hann svo fyrir, að ekki mætti líta
fátækan mann óblíðu auga, heldur átti að hjálpa honum.
Ekki fóru allir eftir þessu boðorði. Sagan, er hann sagði af
ríka manninum og Lasarusi sýnir það. Þar er lýst ríkum manni,
sem hafði mjög gott tækifæri til að hjálpa vesalingi, því að
hann hafði verið lagður við húsdyr hans. Elcki er unnt að sjá,
að Lasarus hafi fengið molana, er féllu af borði ríka mannsins,
þótt hann girnist að seðja hungur sitt á þeim.
Þeir dóu svo báðir. Lasarus fór í sælustað dánarheima, þar
sem hann var huggaður. Ríki maðurinn finnur sig í loga og
þráir dropa vatns, er kæli tungu hans. Nú væri gott, að Lasarus
kæmi með hann. En hann fékk enga áheyrn. Hann hafði verið
eigingjarn, daufheyrst við kveini meðbróður síns. Var það Guði
að kenna, að hann var kominn í þennan kvalastað? Alls elcki.
Ef hann hefði hlýtt orðum Guðs: „Elska skaltu náunga þinn
eins og sjálfan þig,“ þá hefði hann hjúkrað Lasarusi, gert honum
og öðrum aumstöddum gott. Þá hefðu blessunarbænir aumingj-
anna komið yfir hann eins og ríka manninn, Job, sem gerði
hinum snauðu gott með auði sínum.
Hve langt getur maðurinn gengið í óhlýðni sinni við Guð?
Svo langt, segir heilög ritning, að hann tilbiðji djöfulinn. Hópar
manna, sem tilbiðja djöfulinn í stað Guðs, hafa verið til nú í
hundrað ár að minnsta kosti. En á allra síðustu árum hefir
dýrkun Satans hraðvaxið, þeim fjölgar svo mjög, er hafast að
slíka óhæfu. Þeirra bíður harðasta hegningin, sem talað er um
í biblíunni. Sé dýrkun Satans ekki þegar byrjuð hér á landi,
líður varla á löngu, unz hún festir hér einhverjar rætur. Vara ég
hvern þann við, er orð mín heyrir eða kann að lesa þau síðar,
að koma þar nokkuð nærri, heldur snúa sér af hjarta til Drottins
Jesú, játa honum syndir sínar og fá hjá honum fyrirgefningu,
nýtt líf og nýjan kraft til að standast stríðið við freistingar lífs-
ins. Ég veit þær eru margar, slægar og harðar. En Drottinn er
máttugur að veita þeim sigur, sem sigra vill.
Nú býst ég við, að sumir munu segja, að kenning sú, er biblíau
flytur um framtíð manna eftir dauðann, falli ekki í stuðla við
þá fræðslu, er sálarrannsóknirnar svonefndu, hafi leitt í ljós
fyrir milligöngu miðla við látna menn. Eða með ósjálfráðri skrift
þeirra, sem hana hafa stundað. Fúslega skal þetta viðurkennt.
En sumt hefi ég lesið í slíkum ritum, er mér þykir næsta furðu-
legt. í einu þeirra stóð, að Haraldur heitinn Níelsson væri að
kenna Jesú Kristi íslenzku. Hallgrímur Pétursson, er söng um