Norðurljósið - 01.01.1976, Qupperneq 131
NORÐURLJÓSIÐ
131
Guðs gleymt honum um afarlangan tíma. Fráhvarf byrjar ekki
með einhverri mikilli ákvörðun, einhverju örlagaríku spori, ein-
hverju hræðilegu falli í synd. Fráhvarfið byrjar með vanrækslu
Guðs orðs, bænastaðarins og Guðs húss, unz sjaldan er hugsað
um það, sem Guðs er.
Frægur maður sneri sér til Guðs. Hann hafði áður aflað sér
frægðar í íþróttaheiminum. Þegar hann byrjaði trúargöngu sína,
lagði aldraður maður höndina á öxl honum og sagði: „Það eru
þrjár einfaldar reglur, sem ég get gefið þér. Ef þú heldur þig
að þeim, mun enginn skrifa nolckru sinni „fráhorfinn“ á eftir
nafninu þínu. Taktu 15 mínútur á dag til að tala við Guð. Taktu
15 mínútur á hverjum degi til að hlusta á Guð tala við þig í
orði sínu. Taktu 15 mínútur á dag til að tala við aðra um Guð.“
Þessi gamli, trúaði maður hafði lært leyndardóminn; og fráhvarf
byrjar venjulega, þegar við höldum ekki þessar þrjár einföldu
reglur ...
Fráhorfinn maður hryggir hjarta síns himneska föður, meðan
hann er í fráhvarfsástandi. Hvaða synd gæti maðurinn drýgt,
sem væri verri? Getur nokkur synd verið stærri en sú, að gleyma
Guði og yfirgefa Guð, sem hefir gert svo mikið fyrir oss? Fólk
hefir sagt mér, að það vissi, að hjarta sitt var kalt og að það
lifði ekki í samfélagi við Drottin, en það hefði ekki farið út í
mikla synd. Hvað getur verið meiri synd fyrir endurleyst Guðs
barn en láta sinn himneska föður afskiptalausan daglega og
hryggja hjarta hans með uppreisn og óhlýðni? .. . (þýtt.).
Sérhver fráhorfinn maður missir gleði sína í Guði, missir af
þeirri hrífandi reynslu að ganga með Guði. Hann glatar kærleika
sínum til Guðs orðs og Guðs húss, Guðs fólks og glataðra
syndara. — S. G. J.
TIL FRÁFALLINS FÓLKS.
„Hverfið aftur, þér fráhorfnu synir — segir Drottinn — því
að ég er herra yðar . . .“ „Eins oog kona verður ótrú elskhuga
sínum, eins urðuð þér ótrúir mér . . . segir Drottinn . . . „Hverfið
aftur, þér fráhorfnu synir; ég vil lækna fráhvarfssyndir yðar.“
„Hér erum vér, vér komum til þín, því að þú ert Drottinn,
Guð vor “ (Jeremía 3.14., 20., 22.).
Komið heim, fráhorfnu synir og dætur. Lúk. 15.