Norðurljósið - 01.01.1976, Page 80
80
NORÐURLJÓSIÐ
skilning. Ástæður áfengisneyzlu hans hurfu allar, er fjölskyldan
sneri sér.
Komið getur fyrir stöku sinnum, að frelsaður maður, sem
kemur heim, mæti nú andúð frá konu sinni. Hún var vön að
stjórna honum og fara með hann sem sjúkling. Nú missir hún
yfirráðin á heimilinu, af því að maðurinn getur sjálfur tekið þau
sér í hendur. Þetta er ekki algengt, en Ieiðbeinandi ætti að vita,
að þetta getur gerzt. Komi þetta fyrir, þarf langvarandi og vand-
legar leiðbeiningar. Þetta er eins og hjónaband sé að byrja upp
á nýtt. Grundvöllur þess er orðinn annar. Veikleiki og áfengis-
sýki eiginmannsins heldur því ekki lengur saman.
Kristilegt samfélag. Endurhæfður vínsjúklingur þarfnast sam-
félags annarra sannkristinna manna. Það er nauðsyn, að hann
finni réttan söfnuð. Sá söfnuður er réttur, þar sem hann getur
fundið nálægð Drottins og fólkið er vingjarnlegt og hjálpsam-
legt. Minnstu þess, að vínsjúklingur eyddi áður miklum tíma þar,
sem vín var haft um hönd. Þar voru vinir og andrúmsloft, sem
hvort tveggja var honum mikils virði. Söfnuðurinn verður að
koma í staðinn og meir en það. Endurhæfður vínsjúklingur
þarfnast einnig vináttu og samfélags annarra sannkristinna
heima hjá sér. Hann er hættur að drekka, en gamlir vinir hans
drukku allir, því þarf hann nýja vini. Safnaðarhirðar ættu að
stofna til kynningar með manninum ásamt konu hans og fólki,
sem hirðirinn finnur að muni skilja hann og eiga vel við hann.
Kristileg þjónusta. Vínsjúklingar eru frægir fyrir, að þeir
þiggja ávallt, en gefa ekki. Eftir afturhvarfið langar þá nálega
alltaf til að gefa. Þeir þurfa að vita, hvenær og hvernig þeir
eiga að gera það. Hjálpaðu þeim til að finna starfssvið við þeirra
hæfi. Farðu með þá á guðsþjónustur, þar sem boðað er fagnaðar-
erindið. Líka til að vitna, í elliheimilum, fangelsum og svo fram-
vegis, til að bera fram vitnisburð sinn. Það mun styrkja þá.
Varnaðarorð: Of mikil athafnasemi, of fljótt, getur gert meiri
skaða en gagn. Afturhorfinn vínsjúklingur verður að vera reiðu-
búinn til kristilegrar þjónustu. Reyndu ekki að gera hann að
fyrirmynd, unz hann er búinn undir það. Hann getur langað
til að taka á sig meiri ábyrgð en hann fær ráðið við. Leiddu
hann smám saman inn í kristilegt starf, og hafðu vakandi auga
á honum til að sjá, hvort hann haldi áfram bænarlífi sínu.