Norðurljósið - 01.01.1976, Blaðsíða 105
NORÐURLJÓSIÐ
105
Láttu það ekki verða of seint!
Einn mánuður.
Á tjaldsamkomu í sveitaþorpi var ungur maður, er sjáanlega
var mjög snortinn af kalli Krists. Áhugasamur, trúaður vinur
hans fór til hans og sárbændi hann að veita frelsaranum viðtöku.
Hann hikaði, en sagði að lokurn: „Nei, ég ætla að sinna þessu
máli, þegar ég hefi lokið prófi. Ég á einn mánuð eftir enn.“
Fjórum vikum eftir þennan dag fór hann og vinur hans að baða
sig í stöðuvatni. Hann steypti sér í kalt vatnið, synti út á dýpið,
félck sinadrátt, æpti æðislega á hjálp og sökk síðan til botns.
Hann var einum mánuði of seinn.
Ein vika.
Kona nokkur í Skotlandi varð mjög áhyggjufull út af sálar-
velferð sinni. Kvöld nokkurt leið henni svo illa, að hún gat eklci
sofið, en gekk um gólf í mikilli vanlíðan. Loksins settist hún
niður og ritaði í dagbók sína: ,,I næstu viku skal ég sinna þessu
með hjálpræði sálar minnar.“ Hún fór síðan að sofa og svaf
vært. Næsta dag var hún önnum kafin við hússtörfin. En daginn
eftir varð hún ákaflega sjúlc. Hún fékk brátt óráð. Áður en hún
dó fékk hún rænu og mælti þá þessi alvarlegu orð: „Ég er einni
viku of sein!“
Einn dagur.
Kvöld nokkurt á samkomu, þar sem fagnaðarerindið var
boðað, var ung stúlka hvött til þess að taka á móti Kristi sem
frelsara sínum. Hún svaraði: „Ég skal gera það annað kvöld.“
Næsta kvöld komst móðir hennar að því, að hún ætlaði á dans-
leik. Hún bað hana að standa við loforð sitt og heyra fagnaðar-
boðskapinn aftur. Hún svaraði: „Ég vil fara á dansleikinn, þótt
ég deyi við að reyna það!“ Hún fór upp á loft til að búa sig.
Ungur maður kom til að fara með hana á dansleikinn, kallað
var á hana, en hún svaraði ekki. Móðir hennar fór þá upp í her-
bergið og sá, að hún hafði hnigið niður á gólfið dauð. Hún beið
einum degi of lengi og glataði sálu sinni!
Síðasta kallið.
Guð kallar á þig með allri löðun guðlegrar elsku sinnar. Það
getur verið, að þú standir á móti kalli hans. En ef þú gerir það,
getur þú eyðilagt alla framtíð þína um ævina. „1 dag, ef þér