Norðurljósið - 01.01.1976, Qupperneq 160
160
NORÐURLJÓSIÐ
„Þakka þér, félagi. Þú varst reglulega góður að gera þetta fyrir
mig eins og ég er búinn að fara illa með þig.“
„Æ, það er allt í lagi,“ svaraði Matti. Það var svo í raun og
veru, því að kvöld nokkurt, ekki mörgum vikum síðar leiddi
faðir Matta Butch til Drottins Jesú.
5. „Varðveit sjálfa(n) þig hreina(n).“
Þegar ungfrú Sullivan (kennslukonan) tilkynnti, hvaða bók
ætti að lesa, kom stuna frá öllum drengjunum, en Carol varp
öndinni ánægjulega. Henni þótti gaman að lesa, og það var góð
ástæða til að gera það, þegar lestur var heimavinna. Carol náði
í bókina úr bókasafninu þá undir eins sama dag, settist í hæg-
indastólinn með bókina og bjóst við ánægjulegu kvöldi.
Hún hafði aldrei heyrt um þessa bók. En það var ekkert
undarlegt við það. Þúsundir bóka, sem hún hafði aldrei lesið,
hlutu að vera til. Hún opnaði bókina og byrjaði á fyrstu síðunni.
Er hún hafði lesið nokkrar málsgreinar, klemmdi hún aftur
augun og skellti bókinni aftur. Eftir litla stund lauk hún bókinni
varlega upp. Ef til vill hafði hún mislesið, lesið eitthvað, sem
var þarna ekki. Hún fletti bókinni í skyndi, skellti henni aftur.
Hún var föl af blygðun, er hún færði föður sínum bókina. Hún
sagði: „Pabbi, þetta er bókin, sem ungfrú Sullivan hefir sagt
okkur að skýra frá.
Faðirinn leit á telpuna og spurði: „Er eitthvað rangt við bók-
ina?“
„Ó, pabbi, það eru hræðilegustu orð í henni. Fólkið notar
ljót orð og vinnur illvirki. Mér finnst hún gera mig alla óhreina.“
„Lestu hana þá ekki,“ sagði faðir hennar rólega. „Veldu þér
aðra bók.“
„Ég get það ekki,“ sagði Carol eymdarlega. „Öllum í bekknum
er ætlað að lesa þessa bók.“
„Ég er viss um, að ungfrú Sullivan mun með gleði velja þér
aðra bók. Ef þú vilt, skal ég tala um það við hana fyrir þig.“
„Nei, herra, það get ég sjálf, og þakka þér fyrir pabbi.“
En ungfrú Sullivan var ekki glöð yfir að velja henni aðra bók.
Hún sperrti upp augabrýrnar og teygði fram hökuna. Með svo
hárri röddu, að bekkurinn allur gæti heyrt það, sagði hún:
„Hvað áttu við, er þú segir, að þú getir ekki lesið þessa bók?“
Carol heyrði tístið í krökkunum. „Hún er full af ljótum
orðum,“ stamaði hún, „og fólkið gerir svo margt illt.“
Ungfrú Sullivan brosti mildilega. „Carol, lífið er svona. Þessi