Áramót - 01.03.1908, Qupperneq 2
6
orð í belg, er forvígismenn sjálfstæðis-baráttunn
ar deila um aðferðir. Vér erum engir flokksmenn
í þeim málum. En, ó, bvað vér biðjum þess inni-
lega, að bræður vorir beri nú gæfu til að halda
saman og sækja fram til sigurs. Ef allar árnað
aróskirnar vorar yrði að áliríns-orðum, þá myndi
þess ekki langt að bíða að sólin, sem undir gekk
í Kópavogi, risi aftur yfir þingvöllum og lýsti
yfir alfrjálst land og farsælt fólk.
Því meira sem vér heyrum um sjálfsfor-
ræðis-baráttu bræðra vorra á Islandi, því meir
undrumst vér það margir, að ekki skuli heyrast,
að kirkjan þar svo mikið sem hristi hlekki sína,
hvað þá að hún reyni að brjóta þá. Ánauðugri er
þó kirkjan í höndum ríkisins, lieldur en ríkið í
höndum Dana. Af öllum fornum afturhalds og
ófrelsis venjum er engin argari en sú, að valds-
menn ríkisins ráði yfir trúarbrögðum einstak-
lingsins og leggi skatta á menn til þess að við-
halda og efla þær trúar-kenningar og lífsskoðan-
ir, sem ef til vill koma þvert ofan í vit og sann-
færing sumra þeirra, er skattinn gjalda. Aldrei
liefir meiri óhæfa framin verið í heiminum, en
þegar borgaraleg yfirvöld tóku að sér að drotnn
yfir samvizkum og átrúnaði þegna sinna. Á fyrri
öldum hlaut hver að trúa og tilbiðja eins og yfir-
völdin skipuðu fyrir. Trúarbragða-frelsi er nú
fengið í siðuðum löndum flestum. Menn fá að
trúa hverju, sem þeir vilja, eða alls engu. En
enn þá skiftir stjórn ríkisins víða sér af trúmál-
um, viðurkennir og verndar ákveðna trií og trú-
arjátningu, knýr þegnana til að greiða fé til
kirkjulegra þarfa, hvort sem þeim líkar betur eða