Áramót - 01.03.1908, Page 98
102
sé gaman að finna sig færan til að núa öðrum fá-
fræði um nasir, en þó ætti allir að varast það, að
minsta kosti að svo miklu leyti, sem það getur
vakið misskilning lijá fólki.
Eins og menn re'nna grun í, verður aðal-
spurningin um trúarlærdóma biblíunnar. Annar
flokkurinn trúir því, að þeir sé opinberaðir af
guði; hinn heldur því fram, að þar sé eðlileg
framþróun guðshugmyndarinnar, sem menn hafi
sjálfir búið til, en sé ekki opinberun frá himnum,
eins og Wellhausen kemst að orði.
Eins og eðlilegt er hefir ‘kritíkin’ komið
mikilli lireyfing á liugi manna, og hefir haft
það í för með sér, að hugsað liefir verið nákvæm-
ar um þessi mál en nokkru sinni fyrr. En nýjan
kristindóm liefir hún ekki vakið. Eitt er að
brjóta heilann um ýms vafamál, annað að vera
kristinn í anda og sannleika.
Það má fara nærri um það, að vafamál og
vefengingar, eða skýringar-aðferðir, sem gera
biblíuna að engu, eins og þegar Harnaek talar um
„kynlega frásögu“ um freisting Jesú Krists,
muni ekki auka trúarstyrk manna, né færa þá
nær guði. Það má fara nærri um það, að þegar
ráðist er á orð Krists og þau talin marklaus og
sprottin af vanþekking hans, þá muni þeir sömu
menn, sem það gera, ekki geta borið mikla lotn-
ingu fyrir honum.
‘Kritíkin’ hefir vakið mikið hugsanalíf, en
valdið trúarlegu og andlegu tjóni. Afleiðingarn-
ar eru þær, sem liggur í augum uppi að hljótist
af þessu.
Aðal-málið á dagskrá hjá amerikanska bibl-