Áramót - 01.03.1908, Page 21
25
um kirkjulegu trúarjátningum að halda. Hann
er upp liafinn yfir slík ytri einkennni, merki eða
mörk á sínum sauðum. En hins vegar var og
það sauðfjármark til á Islandi, sem nefnt var
afeyrt. Sennilega er það til enn. Það er þjófs-
markið. Mjög liandhœgt mark fyrir þá, sem það
þóttust þurfa að nota. Ekki þurfti annað en
sníða eyra sauðkindarinnar af niðr við hlust;
með því móti mátti eyða hverju marki, sem
sauðrinn hafði á sér haft áðr, og ná honum frá
hinum rétta eiganda þeim til handa, er þetta
mark hafði tekið sér. En slíkt mark var auð-
vitað ólögmætt. Svona fara þeir að, sem á vorri
tíð innan kristinnar kirkju leika algjörlega laus-
um hala, að því er kenninguna snertir, og vilja,
að í þeim efnum sé allt látið óákveðið; eða halda
einu fram í dag og öðru á morgun; vilja ekki
binda sig við neina trúarjátning og heimta það,
sem þeir kalla algjört kenningarfrelsi. tJr því
háttalagi getr ekki annað orðið, svo framarlega
sem ekki er viðnám veitt, en það, að þjófsmarkið
kemst að innan hjarðar drottins eða í kristinni
kirkju.
í frumvarpi því til grundvallarlaga fyrir
evangeliska lúterska söfnuði, sem samþykkt hefir
verið á kirkjuþingi hjá oss, og á að vera söfnuð-
um vorum öllum til leiðbeiningar, er tekið fram,
að einni grein þar megi aldrei breyta. Það er
grein sú, er um það hljóðar, að „guðs orð eins og
það er opinberað í hinum kanónisku bókum ritn-
ingarinnar (sé) hin sanna uppspretta og hið
fullkomna lögmál fyrir kenning, trú og hegðan
safnaðarins." Yæntanlega er samkvæmt þess-