Áramót - 01.03.1908, Síða 14
ir sameiginlega kvaddir fram út í þá alvarleg-
ustu, víðtœkustu og sárustu baráttu, sem til er.
Slík barátta er trúarlíf kristinna manna — trúar-
líf þeirra hvers um sig og trúarlíf þeirra í sam-
eining. Af því að baráttan er í nafni hins mikla
guðlega herforingja, Jesú Krists, þá hlýtr hún að
leiða til sigrs, dýrðlegs sigrs; en eftir hinu er
jafnframt að muna fyrir alla kristna menn, að sé
baráttan háð í fullkominni samhljóðan við það,
sem trúarjátning vor segir til, þá útheimtist oft
hin stórkostlegasta sjálfsafneitan. Þá er því er
að skifta, verðr liver einasti lærisveinn Jesú að
vera til þess búinn að afneita sjálfum sér um öll
góðendi líkamslífsins, og jafnvel lífið sjálft, hans
vegna, sem er efnið og innihaldið í liinni kristi-
legu og kirkjulegu trúarjátning.
Á vorri tíð hættir mörgum innan sjálfrar
kirkjunnar við að gjöra lítið úr trúarjátningun-
um. Og það má jafnvel skilja á ekki all-fáum
klerkunum eða kennimönnunum í kirkjunni, að
þeir vilja helzt, að þau hermerki sé sem fyrst al-
gjörlega dregin niðr. f nafni frelsis og mannúð-
ar er þessa krafizt — af samtíðarmönnum vorum
svo og svo mörgum ýmist beinlínis eða óbeinlínis,
ýmist upphátt eða í hálfum hljóðum. En í kröf-
um þeim ræðr vissulega fremr annað en umhugs-
an um frelsi og mannúð. Þar gægist fram hinn
syndbundni mótþrói gegn sjálfsafneitan þeirri
hinni stórkostlegu og takmarkalausu, sem lieimt-
uð er með trúarjátningunni af öllum kristnum
mönnum í Jesú nafni. Trúarjátningin er í raun-
inni sama sem Krists kross — eða sama sem læri-
sveinskrossinn. Að lifa samkvæmt trúarjátning-