Áramót - 01.03.1908, Side 115
ng
honum: Rabbí, þú ert sonur guðs, þú ert kon-
ungur lsraels“ (Jóh. 1, 49.).
Hann segist sjálfur vera guðs sonur, hvað1
eftir annað. „Alt er mér í vald gefið af föður
mínum, og enginn gjörþekkir soninn nema faðir-
inn, og eigi heldur gjörþekkir nokkur föðurinn
nema sonurinn og sá, er sonurinn vill opinbera
hann“ (Matt. 11, 27.); „Hvað sem þér biðjið
um í mínu nafni, það mun eg gjöra, til þess að
faðirinn vegsamist í syninum“ (Jóli. 14, 13.)
„Og þeir sögðu allir: Ert þú þá sonur guðsT
Og hann sagði við þá: Þér segið það, því að eg"
er það“ (Lúk. 22, 70.).
Hann kallar guð föður sinn, mjög oft. „Ekki
mun hver sá, er við mig segir: Herra, herra,
ganga inn í ríki himnanna, heldur sá, er gjörir
vilja föður míns á liimnum“ (Matt. 7, 21.);
„Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki, hvað
þeir gera“ (Lúk. 23, 34.); „Á þeim degi mun-
uð þér komast að raun um, að eg er í föður mín-
um, og þér í mér, og eg í yður“ (Jóh. 14, 20.);
„Jesús segir við hana: Snert þú mig ekki, því
að enn þá er eg ekki uppstiginn til föður míns“
(Jóh. 20, 17.). •
Hann segist vera hinn eingetni sonur guðs.
„Því að svo elskaði guð heiminn, að hann gaf
sinn eingetinn son“ (Jóh. 3, 16.).
Hann kallar sig meistara og herra; „Þér
kallið mig meistara! og herra! og þér mæl-
ið rétt, því að eg er það“ (Jóh. 13, 13.). Hann
samþykkir það, að hann sé kallaður drottinn og
guð; „Tómas svaraði og sagði við hann: Drott-
inn minn og guð minn! Jesús segir við hann: