Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 130
134
Israels hafi setið nokkrum árum lengur eða skem-
ur að völdum, eða hve margir liafi fallið í ein-
hverjum bardaga, sem sagt er frá í gamla testa-
mentinu, eða hvort Móses hafi fært í letur fimm
fyrstu bækur gamla testamentisins; það getur
verið fróðlegt fyrir guðfræðinga að rannsaka
þessi efni; en ekkert slíkt raskar minstu vitund
trú minni á náð guðs í drotni mínum og frelsara,
Jesú Kristi.
Hin mótbáran, sem eg geri ráð fyrir, er sú,
að eg ofhermi það, að frelsarinn hafi ekki verið
almáttugur á holdsvistardögum sínum; það komi
í bága við kraftaverka-sögur guðspjallanna.
Þeirri mótbáru má svara nokkuð líkt og hinni.
Auðvitað dettur mér ekki í hug að bera á móti
því, að hann hafi gert kraftaverk; um það er eg
hjartanlega sannfærður. En til þeirra vex’ka á-
lít eg að hann hafi í hvert skifti fengið yfirnáttúr
legan mátt frá föðurnum. Því til sönnunar skal
eg benda á það, að þegar Pétur ætlar að verja
hann með vopnum í grasgarðinum, þá segir hanu •
„Sliðra þú sverð þitt.----Eða heldur þú, að ðg
geti ekki beðið föður minn, svo að hann sendi
mér til liðs meira en tólf sveitir engla ?“ (Matt
26, 53.) ; enn fremur vi.1 eg benda á það, sem hann
segir við gröf Lazarusar, áður en hann uppvek-
ur hann: „Faðir, eg þakka þér, að þú hefir heyrt
mig. Eg vissi að sönnu að þú ávalt heyrir mig, en
vegna mannfjöldans, sem stendur hér umhverfis,
sagði eg það, til þess að þeir skuli trúa, að þú
hafir sent mig“ (Jóh. 11, 42); í sömu átt henda
líka þessi orð: „Þau verk, sem faðir minn fékk
mér að leysa af hendi, einmitt þau verk, sem eg