Áramót - 01.03.1908, Side 54
58
Ef vér vendum oss á að gefa reglulega ákveð-
inn part af hundraði liverju af tekjum vorum, þá
myndum vér varna því, að söfnuðir vorir yrði af
þeim, er utan þeirra standa, hafðir fyrir háðung-
ar-skotspón. Það er hart að heyra þá, sem sett
hafa sig út til aðfinninga,.vera sí og æ að japla
á því, að vér meðlimir kirkjunnar, hirðum ekki
svo mikið um trúarbrögð vor, að vér dugum til
að leggja til það, sem það kostar minnst að halda
ljósunum logandi á altarinu. En margsinnis er
aðfinning sú að öllu leyti verðskulduð.
Hve margir eru þeir söfnuðir, sem verða að
grípa til allskonar óyndisúrræða til að ná í svo
mikla peninga sem þarf til þess að halda uppi
vanalegu kirkjustarfi! Það er efnt til skemti-
samkvæma, uppboða, basara og hvers annars,
sem von er um að orðið geti til þess að ná í dá-
lítið af peningum. Alt slíkt er ramm-öfugt.
Eina rétta aðferðin við að safna fé til kirkjulegra
þarfa er að gefa féð eins og forðum tíðkaðist.
Enginn hefir rétt til að viðhafa neina aðra að-
ferð. Sé þér nokkur alvara með trú þína, þá ger-
ir hún þig að sjálfsögðu fúsan til að taka fullkom-
inn þátt í byrði þeirri, sem hvílir á þeim kirkju-
lega félagskap, er þú heyrir til.
En sá, sem ekki fer lengra en það, að hann
gefur til fastákveðinna útgjalda safnaðar síns,
fullnægir ekki skyldu sinni, þótt hann geri það ör-
látlega. Verkið, sem vinna þarf fyrir drottin, er
svo víðtækt og margbrotið, að sá, sem þess er um
kominn, verður að leggja fé til ýmislegra stofn-
ana, félaga og málefna.
Vér bregðumst skyldu vorri í þessarri grein