Áramót - 01.03.1908, Side 85
89
vitneskju um það gegn um Kitsclil, að Karl Hein-
rich trraf teldi lögin vera síðar til orðin en spá-
mannaritin, og næstum því án þess að vita ástæð-
ur hans fyrir tilgátu sinni var eg reiðubúinn að
aðhyllast hana.“
En bráðum fundu menn galla á þessum vís-
indum. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að lög
og saga yrðu jafn-snemma til lijá þjóðunum. Við
þessa ályktun var röð ritanna aftur breytt, og
varð hún nú J, E, D, P. 1 þessari skifting var
farið eftir rithætti, orðfæri og efni.
Þá kom spurningin, hvaða skyldleiki væri
með þessum ritum.
1 fyrstu var ‘kritíkin’ viss um, að Mósesbæk-
urnar væru samsettar, ekki af áðurnefndum rit-
um sem heild, heldur af saman tíndum brotum.
Sú tilgáta varð ofan á frá tíð Vaters (1805) og
fram á miðja nítjándu öldina. Þá var horfið frá
þeirri skoðun.
Hin önnur niðurstaða var sú, að Elohista-
ritið hefði verið af höfundinum lagt til grund-
vallar fyrir bókunum, en það féll, þegar Graf kom
til sögunnar. Þá var snúið við, og ‘kritíkin’ að-
hyltist að nýju liina uppliaflegu skoðun sína um
fjögur frumrit. Enda sýnist það vera lang-lík-
legasta niðurstaðan, að höfundur bókanna hafi
haft rit frá forfeðrum sínum, sem hann hefir
stuðst við, að meira og minna leyti.
En ‘kritíkin’ heldur því fram, að J og E hafi
fyrst verið saman ofin, síðan bætt við P ritinu og
að síðustu D, á ýmsum tímum og af fleiri höf-
undum.
1 fyrstu virðist þessi tilgáta mjög einföld.