Áramót - 01.03.1908, Side 36
40
nú ekki að faraf Stundum vildi hann ekki ;i
nokkrar fortölur hlusta og kvaðst fara mundu,
hvað sem hver segði, einn og óboðinn. En hann
lét tilleiðast og sat kyrr í Kóborg í fimm mánuði.
Meðan forvígismenn siðbótarinnar biðu í
Ágsborg, notuðu þeir tímann til að búa sig sem
hezt undir fundinn. Keisarinn hafði bannað lút-
ersku kennimönnunum að flytja þar guðsþjón-
ustur, en þeir lilýddu eigi þeirri skipun, heldur
prédikuðu guðs orð á helgum dögum. Þegar
keisari loks kom til borgarinnar, var eftir harða
rimmu sætzt á það, að livorki kaþólskir menn né
Mótmælendur skyldi flytja opinberar guðsjónust-
ur meðan á fundinum stæði.
Áður en þeir Lúter og Melankton skildu í
Kóborg var fyrri partur játningarinnar þegar
færður í letur, og sömuleiðis var búið að koma
sér saman um, liverjir „ósiðir“ kaþólsku kirkj-
unnar skyldi „fordæmdir“ í síðara partinum,
samkvæmt Torgau-greinunum. Sagt er, að Lút-
er hafi viljað tilgreina nokkra fleiri „ósiði“ en
þá, sem taldir eru í játningunni, en hafi eigi
fengið því ráðið. Þótt svo kunni að hafa verið,
er engin ástæða til að ætla, að hann hafi þar fyrir
verið að nokkru leyti óánægður með játninguna,
né hafi hann fyrir þá sök átt minni þátt í henni.
Enda mun það hafa verið að eins stundar-álit
hans. Sjálfur sá hann það, sem allir aðrir hafa
síðan séð, að játningin er eigi síður lofsverð fyrir
það, sem hún lætur ósagt, heldur en það, sem hún
tekur fram.
Meðan Melankton beið í Ágsborg, sat hann
dag hvern yfir ritinu og lagaði orðfæri þess.