Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 76
legu fæðu og drekka allir hinn sama andlega
drykk.“ Jesús Ivristur og laans orð á að vera
ljósið og uppfræðarinn og typtunarmeistarinn
og huggarinn í lífi voru og lífi kirkju vorrar.
Þegar vér sitjum við fótskör Jesú Krists
allir í sameiningu, þá hefir það lítið að þýða,
hve misjafnir og ólíkir vér kunnum að vera.
Einingin á ekki að vera fólgin í því, að vér séum
allir eins — það verðum vér aldrei, jafnvel ekki
í ríki guðs á himnum, þegar vér fyrir náð drott-
ins erum komnir þangað. Einingin á að vera
fólgin í því, að einn andi tali í oss. Slík á heild-
in að vera hjá oss. Andi náðarboðskapar Jesú
Krists, sem hann hefir sent, á að tala í oss og
vér eins og hann. Verði það, þá er nóg, og
heildin algjör, þótt vér að öðru leyti allir séum,
ef til vill. mjög ólíkir bæði að eðlisfari og upp-
eldi og gáfum og þekkingu. Það er ekki eðlis-
far vort eða greind, sem á að koana upp kirkju
guðs hér á jörðu, heldur er það Jesús Kristur.
Hann á að bvggja hana og skapa hana með þeim
verkfærum, sem hann vill nota til þess, en það
eru náðarmeðul lians. Jafnframt eigum vér þó
einnig sjálfir að vera verkfæri hans. Náðarboð-
skapurinn og vér eigum að vera í samræmi.
Þegar vér erum fastheldnir við hann, eða tölum
eins og hann, þá erum vér með honum starf-
andi, annars ekki; náðarboðskapurinn og vér
eigum að vinna saman. T einum skilningi eigum
vér einnig að vera náðarmeðul guðs, sem hann
getur notað í víngarði sínum; en þá verðum vér
þó sannarlega að tala eins og náðarboðskapur
drottins talar. Þar á hinn sameiginlegi grund-