Áramót - 01.03.1908, Page 106
IIO
koma á rétta leið manni, sem hefir lent út á villi-
götur lífsins? Sömu aðferð verður kirkja hans
að hafa, ef henni á að geta tekist að reka erindi
sitt með góðum árangri. Hún verður að reyna
að skilja sem bezt hugsunarhátt þeirra manna,
sem hún á að boða fagnaðarerindið. Hún verð-
ur að leita að því bezta og sannasta og göfugasta
í þeim, — og af því er eitthvað til í hverjum ein-
asta manni—; hún verður að reyna að komast í
samband við það og koma því undir áhrif þess
guðlega sannleika og þeirrar guðlegu náðar, sem
hún er sett til að vitna um.
Eins og eg benti á áðan, eru til innan kirkj-
unnar mjög ólíkar skoðanir á ýmsum trúarlær-
dómum. Og það ekki að eins á þeim atriðum, sem
segja mætti um að hefði tiltölulega litla þýðingu,
heldur líka á sjálfum grundvallar-atriðum hinn-
ar kristnu trúar. Þess bera vott hinar mörgu ó-
líku guðfræðisstefnur þessara tíma,sem núna síð-
ari árin hefir allmikið verið rætt um og ritað vor
á meðal, bæði í kirkjuþinga-fyrirlestrum og hin-
um atkvæðameiri tímaritum vorum. Sú af þess-
um stefnum, sem mest hefir seinasta árið verið
rætt um hjá oss og ritað, er „nýja guðfræðin“
svo nefnda (The New Theology), og er þeirri
stefnu sjálfsagt bezt lýst í bók með því nafni,
sem Lundúna-presturinn R. J. Campbell gaf út
snemma á síðastliðnu ári. Á þá bók var lítið eitt
minst í fyrirlestri séra R. Marteinssonar á síð-
asta kirkjuþingi. LTm hana hefir mikið verið
rætt og ritað, og dómar manna um hana, eins og
skiljanlegt er, verið harla ólíkir.
Enginn efi er á því, að sú bók er að mörgu