Áramót - 01.03.1908, Page 42
46
hann.“ Meðan Melankton studdi sig við grjót-
vegginn Lúter, stóð hann staðfastur og vann hið
þarfasta verk. En þegar Lúters naut ekki leng-
ur, reyndist hann ósjálfstæður. En steinum skal
maður þó ekki í hann kasta. Hann leið sjálfur
mest fyrir deiglyndi sitt í stríðinu. En ætli þeir
yrði ekki líka fleiri nú, sem nokkuð vildu lækka
fána játningarinnar, ef mót öðru eins væri að
etja sem þá var? — Minnisstæð eru þessi orð
Melanktons, er hann mælti skömmu fyrir andlát-
ið: „Eg játa þá lærdóma eina, sem Lúter kendi,
og við þá skal eg standa til dauðans.“
Eins og kunnugt er skiftist Ágsborgarjátn-
ingin í tvo aðal-parta. Er hinn fyrri partur um
„Helztu greinir trúarinnar“. Eru greinir þær
21 talsins, flestar mjög stuttar. Síðari partur-
inn er: „Þær greinir, sem tilgreina ósiði þá, sem
leiðréttir hafa verið.“ Þær greinir eru sjö og
greinum fyrra partsins nokkuð lengri. Framan
við ritið er „Formáli“ eða ávarp til Karls keis-
ara fimta. Er þar gerð grein fyrir því, hvers
vegna og í hvers umboði játningin sé borin fram.
Hefir það mál verið skýrt með því, sem hér að
framan er ritað. Þá er og sérstakur formáli fyr-
ir síðara parti játningarinnar. Er þar yfir því
kvartað, að „óheyrilegur rógur“ hafi verið
breiddur út um kirkjusiði Mótmælenda. Bera
þeir það blak af sér og segja, að þá greini alls
ekki á við hina almennu kirkju, heldur sleppi þeir
að eins ósiðum, „sem eru nýir og komist hafa á af
spillingu tímanna.“ Loks er „Eftirmáli“ og svo
undirskriftirnar. Er í eftirmálanum tekið fram,
að þó fleira hefði mátt tilfæra af ósiðum, svo sem