Áramót - 01.03.1908, Qupperneq 64
68
eða parturinn út af fyrir sig hirðir ekkert um,
hvort hann sjálfur hafi nokkra skoðun eða ekki,
eða hvort sú skoðun, sem hann kann að hafa, sé
rétt eða röng, eða hvort hinir molarnir hafa
nokkra skoðun eða ekki, eða hvort þær skoðanir,
sem þeir kunna að hafa, sé réttar eða rangar.
Slíkt félag hefir þá mist áliugann fyrir því, sem
er rétt og satt, og er því, sé það ekki dautt, að
deyja og glatast siðferðislega og andlega. Það
ætti ekki að þurfa að tala mikið um, að þess-
konar ástand er ógurlegt og banvænt, og að því-
líkur félagskapur geti eigi staðist. Greind
mannsins er nægilega glögg til þess að geta séð
það.
Hinn einstaki maður er ónýtur, sé liann
svona. Sé liann á báðum áttum, þá er hann á
öllum áttum, en þá er hann skoðunarlaus og
stefnulaus, en þá líka ónvtur. Má vera, að hann
að öðru leyti sé góður drengur og lipur og
mentaður og góður borgari, en í baráttu þeirri,
er sérhver mannssál hlýtur eða þarf að ganga í,
er hann ónýtur. Hann veit livorki upp né niður
í því, sem hann þá þarf að vita, af því hann lief-
ir allra handa skoðanir eða engar, sem er það
sama, og er því stefnulaus. Hann er eins og
stýrislaus bátur út á hafi, sem kastast til og frá
með hverri bylgju, sem kemur, og ekki einungis
það, heldur er hann, þegar hann er svona kæru-
laus og sjálfum sér sundurþykkur, að pína lífið
smámsaman úr sér, myrða sjálfan sig. Hann á
hvorki siðferðislegan né andlegan kraft í sér til
þess að mæta hinum miklu spurningum og kröf-
um og krossburðum lífsins; hann er ónýtur.