Áramót - 01.03.1908, Qupperneq 3
7
verr. RíkiÖ skipar fyrir, hverjir boða skuli
trúna og hvernig þeir skuli að því fara, svo þeir
njóti ríkisfjár. Þótt smám saman sé rýmkað um
menn og þeir fái enda að standa fyrir utan þjóð-
kirkju, þá er hlutdrægnin jafn-ranglát, er þessi
trúarskoðun er studd af ríkisfé, en önnur ekki.
Og hver sú kirkja, sem er bundin á klafa ríkisins,
er ófrjáls kirkja, uppruna sínum og eðli ósam
kvæm.
Naumast reynir nú lengur nokkur upplýstur
maður að halda því fram, að það sé uppruna og
eðli kristindómsins samkvæmt, að hann sé háður
veraldlegu ríki. „Mitt ríki er ekki af þessum
heimi“—sagði höfundur kristindómsins sjálfur.
Menn viðurkenna það, að kirkjan á samkvæmt
eðli sínu að vera frjáls og ríkinu óháð. En menn
þora ekki að raska fornri venju, halda, að kirkj-
an hrynji, ef stoðum ríkisvaldsins er kipt undan
henni. Látum hana þá hrynja. Ef hún er ekki
sjálfstæð, þá er hún búin að lifa, og mál fyrir hana
að deyja. En í rauninni eru stoðir ríkisins ekkert
annað en skorður, sem halda henni fastri og
framfaralausri, fjötrar, sem tjóðra hana við
sama hælinn, að því er viðvíkur ytra húningi
hennar, starfi og starfsaðferð.
Menn vita það, að þetta er í sjálfu sér óeðli-
legt og rangsnúið fyrirkomulag; en þeir þora
ekki að breyta til. Svo hangir þetta á horrim-
inni þangað til loks fer eins og fór fyrir kirkjunni
í Frakklandi fvrir skemstu.
Vorkunn er það að sönnu nokkur, þótt vinir
kirkjunnar á Islandi áræði ekki að sleppa henni
úr greipum ríkisins. Strjálbygðin, fátæktin og