Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 56
6o
honum aleigu vora. „Sel eigur þínar og gef þær
fátækum------kom svo og fylg þú mér‘ ‘—var við-
kvæðið í samræðu Jesú við hinn unga auðmann;
með því skyldi hann sýna, að hann væri til þess
búinn að ganga Jesú á hönd. Gamla testamentis
lögmálið heimtar tíunda part; nýja testamentis
lögmálið heimtar alt. Hið fyrra var lögmál bók-
stafsins, hið síðara er lögmál kærleikans. Sam-
kvæmt hinu fyrra gefa menn fastákveðinn hluta,
samkvæmt liinu síðara alt.
En þótt vér séum til þess búnir að fórna öllu,
lieiga drotni alt, þá er þess þó ekki krafist, að
vér bókstaflega leggjum allar eignir vorar á alt-
arið. Nokkuð af eignunum verðum vér á þann
hátt að bera fram, og ætla eg að ræða um það í
því, sem eftir er af ritgerð þessarri, hve stór sá
hluti á að vera. Auðvitað er það ótiltækilegt að
koma fram með aðra eins yfirlýsing og þessa:
„Svona mikið átt þú að gefa“, — sökum þess, að
þeir eru svo margir, sem færir eru um að gera í
þessu tilliti miklu meira en það, sem mönnum
myndi koma saman um að minst mætti til taka.
En vissulega getur enginn mótmælt því, að
hann sé skyldur til að leggja til málefnis Krists
eins mikið og menn samkvæmt lögmáli gamla
testamentisins voru skvldir að leggja til muster-
isins því til stuðnings.
Samkvæmt gömlu reglunni skyldi menn gefa
tíunda part, og vissulega verður það ekki talið
meira en góðu hófi gegnir. Hví skyldi ekki tí-
undi partur tekinn frá í því skyni, að honum sé
varið til stuðnings því verki, sem kirkjan er að
vinnaf Eg er fyllilega sannfærður um það, að