Áramót - 01.03.1908, Side 55
59
nema því að eins að vér gefum á reglubundinn
hátt.
Hvað er það, að gefa á þann liátt? — má bú-
ast við að verði spnrt. 1 fám orðum sagt er það
í því fólgið, að menn taki ávalt frá svo eða svo
stóra fjárupphæð, sem síðan sé varið trúmálum
og líknarstörfum til eflingar. Þá reglu fyrir-
skipaði drottinn forðum, og lýður hans lifði eftir
því boði um margar aldir. Jehóva bauð Israels-
mönnum að gefa honum eða leggja honum til
reglulega tíunda part af tekjum sínum, og með
hinni mestu samvizkusemi var eftir því lögmáli
farið af því fólki langa-lengi. Ekki var því þó
ávalt hlýtt; það sannar síðasta bókin í gamla
testamentinu, þar sem spámaðurinn ávítar lýðinn
með hinum sterkustu orðum fyrir það, að hann
ræni guð, eða pretti hann með því að svíkjast um
að láta af hendi við hann tíund þá og offur þau,
sem lögmálið heimtaði.
Ekki verður sannað, að tíundar-ákvæðinu
hafi nokkurn tíma verið breytt eða að það hafi
verið numið úr lögum. Margt er það í gamla
testamentis lögmálinu, sem ekki er nauðsynlegt
að halda á tíð hins nýja sáttmála, en engin sönn-
un hefir komið fram fyrir því, að tíundar-fyrir-
skipunin sé eitt af því. Þvert á móti virðist alt
benda til hins gagnstæða, þess sem sé, að það
ákvæði sé enn í fullu gildi. Má vel vera, að á
nýja testamentis tíðinni skyldi drottinn oss ekki
í bókstaflegum skilningi til að bera fram til fórn-
ar honum til handa tíunda part af því, er vér inn-
vinnum oss; en á hinu leikur enginn vafi, að oss
er með mjög ótvíræðum orðum boðið að helga