Áramót - 01.03.1908, Side 68
72
eða engar; þá kemst kirkjan í kröggur, og hlær
þá vantrúin og telur sér léttan sigur vísan; því
vandræðin verða svo léttbær, söknm stefnuleys-
isins, að kirkjan, til þess að komast sem fyrst úr
þeim, að eins klappar vantrúnni eða djöflinum á
vangann og segir: „Við skulum ekki deila; lát-
um okkur heldur í bróðerni hafa frið.“
Hún er farin að sjást — þessi eyðilegging —
í sumum þeim kirkjum, sem um langan tíma hafa
verið stefnulausar. Þær eru orðnar svo kæru-
lausar og sjálfum sér sundurþykkar, að þær eru
búnar að gleyma því, að þótt himinn og jörð líði
undir lok, skal þó hið hreina evangelíum drottins
ekki að eilífu líða undir lok. Nýlega prédikaði
einn prestur í einni slíkri stefnulausri kirkju hér
í landi um efnið: „Þegar prótestantiska kirkjan
er búin, hvað tekur þá við!“
Eðlilega er prótestantiska kirkjan að líða
undir lok, þar sem þeir standa fyrir, sem eru
stefnulausir og sjálfum sér sundurþykkir. Hví
skyldi sú kirkja geta staðist stefnulaus? Geti
ekki ríki drottins á liimnum staðist, væri það
sjálfu sér sundurþykt eða stefnulaust.
Eðlilega verður nú einskonar stríð í stefnu-
lausri kirkju líka; en það verður rifrildi og alls-
konar úlfiið. Sundurþykkja elur þesskonar börn,
en sú óeirð verður einnig sjálf stefnulaus, eðli-
lega, af því að þeir, sem í óeirðinni liggja, eru
stefnulausir. Það verður ekki stríð, hið heilsu-
samlega þroskandi stríð, sem Jesús bendir á,
heldur styrjöld, sem Satan vill sjá. Hann vill
ekki sjá alvarlegt stríð, því hann veit vel, að
það verður kirkjunni til þekkingar á sannleikan-