Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 22
2Ó
arri leiðbeining svona lagað ákvæði í grundvall-
arlögum hvers einasta safnaðar í kirkjufélagi
voru. En svipað ákvæði ætti einnig að vera í
lögum vorum að því er snertir trúarjátninguna
eða trúarjátningaritin, sem söfnuðirnir binda
sig við. Og svo mun það vera víðsvegar innan
lútersku kirkjunnar og annarra Prótestanta-
kirkna í þessarri heimsálfu. Það liggr í hiutar-
ins eðli, að þetta á svo að vera. Heilbrigð skyn-
semi heimtar það, og hinn heilagi sannleikr trú-
arinnar krefst þess einnig svo sem að sjálfsögðu.
Ef ekkert er til á svæði trúarinnar, sem lýðr
kirkjunnar liefir áræði til að fastákveða, eða
gjöra þá yfirlýsing um, að það standi ávallt
stöðugt — sé óbreytanlegt —, þá getr augsýni-
lega ekki verið um neina verulega trú að rœða
hjá því fólki. Frá sjónarmiði trúarinnar er kraf-
an um kenningarfrelsi eða það, er svo er nefnt,
innan þess eða þess kirkjufélagsins blátt áfram
óvit. því að sú krafa stvðst við þá hugsan, ef
hugsan skyldi kalla, að kirkjufélagið sé með öllu
stefnulaust, hafi í andlegum efnum alls ekkert
markmið, og að því tilliti standi því á sama um
allt. Nú er þó kröfu þessarri haldið fram af
ýmsum löndum vorum, sem vafalaust vilja vera
vinir kristindómsins og eru að mörgu levti menn
vel viti bornir. Enda er sama krafan uppi á
vorri tíð meðal ekki fárra málsmetandi kirkju-
manna annarra þjóða, einkum innan ríkiskirkn-
anna í Norðurálfulöndunum. Þeir, sem kröfu þá
styðja, vilja sennilega allir vera taldir menn
mjög frjálsiyndir, og að því, er snertir anda-
stefnuna, munu þeir með fáum eða engum und-