Áramót - 01.03.1908, Side 71
75
hvorugt; það er með öðrum orðum þetta: „Mér
stendur á sama; — það er ekki svo bráð-nauð-
synlegt að vita, hvað guð talar.“
Það er við þesskonar kirkjur og kennimenn,
að drottin talar, J)egar hann segir: „Eg þekki
háttalag þitt, að þú lifir að nafninu til, en ert þó
dauður“, og „betra væri, að þú værir annaðhvort
kaldur eða heitur; en eins og þú ert nú hálfvolg-
nr, hvorki heitur né kaldur, mun eg skirpa þér
út af mínum munni.“
Sú kirkja, sem lætur lygi og sannleika hafa
jafngildi lijá sér, er að deyja; því þar vill ekki
guð vera. Satan vill fúslega vera þar og lofa
guði að ríkja með sér og hafa jafnrétti með sér—;
því hann veit, að guð verður þar ekki lengi; hann
veit, að hann verður þar einn á endanum. / Það
er það, sem hann vill — að guðs andi hverfi.
II.
Fastheldni við náðarboðskapinn byggir upp.
Um það átti þar næst að tala.
Páll postuli er með þessu; hann segir:
„Bræður! standið því stöðugir og haldið fast við
þá lærdóma, er þér hafið numið annaðhvort af
kenningu eða bréfi voru.“
Jesús er í náðarboðskapnum. Jesús er „að-
al-hyrningarsteinninn.‘ ‘
„Guð uppvakti Jesúm frá dauðum og setti
til hægri handar sjálfum sér á himnum yfir all-
an höfðingjadóm og vfirráð og herravöld og alt
það, sem nafni nefnist, ekki einungis á þessari
öld, heldur og hinni tilkomandi. Alt hefir hann
lagt undir fætur hans og sett hann til höfðingja