Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 38
42
værð og gætni. Gefi Kristur drottinn vor það,
að hún beri mikla og góða ávexti, svo sem vér
vonum og biðjum. Amen.“
Loks rann svo upp binn mikli dagur, er sið-
bótarforingjarnir, er svo lengi böfðu beðið í Ágs-
borg, skyldi ganga fyrir ríkisþingið. Það var
laugardagurinn 25. Júní 1530. Játningin var rit-
nð bæði á þýzku og latínu. Þýzka ritið var lesið
fyrir þinginu. Keisarinn tók við báðum band-
ritunum. Þýzka handritið afbenti hann kjör-
furstanum af Mentz, en bið latneska geymdi
hann sjálfur. Ekki vita menn með vissu, hvað
um þau varð síðar. En játningin var prentuð
bæði á þýzku og latínu undir nmsjón Melanktons
sjálfs áður en þinginu var slitið, og er sú útgáfa
hennar enn við lýði. Brátt var Ágsborgarjátn-
ingin prentuð upp aftur og þýdd á öll helztu
tungumál Norðurálfu, þrátt fyrir það að keisar-
inn bafði lagt blátt bann fvrir það að útbreiða
hana.
Svo sem við var að búast, bafði játningin hin
stórkostlegustu áhrif. Sagt er, að jafnvel kaþ-
ólskir ríkishöfðingjar og biskupar hafi látið í
ljós aðdáun yfir benni. Og fjöldi fólks, sem áð-
ur bafði verið á báðum áttum, snerist fyrir játn-
inguna til evangeliskrar trúar. Heilar borgir og
ríkisstéttir gengu Mótmælendum til handa. Og
upp frá þeim degi, er játningin var gerð heyrum
kunn í Ágsborg, varð bún hornsteinn lúterskrar
trúar um öll lönd. Bugenhagen flutti hana til
Danmerkur, þá er hann var þangað kvaddur ár-
ið 1537 til að koma skipulagi á siðbótina þar.
Til Englands barst hún ári fyrr og var lögð til