Áramót - 01.03.1908, Side 65
09
Væri Satan sjálfum sér sundurþykkur og stefnu-
laus, þá væri liann einnig ónýtur. Og meira að
segja: væri drottin sjálfum sér sundurþykkur,
þá gæti hann eigi heldur staðist. Þannig er
stefnulaus maður einnig ónýtur. Ekki sá, sem
berst í djúpi sálar sinnar gegn vantrú eða leitar
þar í ákefð, er ónýtur eða sjálfum sér sundur-
þykkur; nei! það er sá, sem þar inni í lijartanu,
lætur sér standa á sama, hvort guð er til eða
ekki, eða hvort sannleikurinn ríkir þar eða lyg-
in.
En eins yrði kirkjan; og eins yrði þetta bani
liennar. Að miklu leyti liefir þessi sundurþykkja,
þessi andlega blóðeitran, eða þetta stefnuleysi,
skaðað kirkjuna. Færi það lengra, eða gæti það
farið lengra, þá mundi það eyðileggja hana og
ríða henni að fullu.
Stríð getur orðið í kirkjunni og á að verða
henni til blessunar. Stríð er gott í sérhverju
hjarta. Yér þurfum þar að berjast gegn vantrú
og öðrum freistingum. Það hreinsar hjartað,
styrkir það, þroskar það; það er gott fyrir líf
hjartans. Mannfélagið þroskast einnig fyrir
stríð, fyrir baráttu milli hins vonda og góða.
Kirkjan þarf líka að eiga í stríði. Jesús sjálfur
átti sí og æ í stríði. Lygi og sannleikur mætast
í kirkjunni í baráttu. En þótt stríð verði í hjart-
anu eða kirkjunni, þá getur föst stefna og föst
skoðun setið þar í konungs-hásæti, og það er
meira að segja lífs nauðsyn. Eitt „prinsíp“, ein
meginregla, verður þar að ríkja; að minsta kosti
á að láta einlægnina og ráðvendnina ríkja, þegar
hjartað er að stríða og leita; og að minsta kosti