Áramót - 01.03.1908, Side 47
Að gefa á reglubundinn hátt.x)
Eftir hr. Gunnar B. Björnsson,
ritstjóra blaðsins Minneota Mascot.
Það má vel vera, að þú vitir ekki, liver aðferð er
bezt til að gera það eða það , og ef til vill veiztu
jafnvel ekki neina þá aðferð til þess, er talist get-
ur rétt; en sé þér kunn einhver aðferð til þess,
sé þér Ijós þín eigin aðferð, hafir þú með öðr-
um orðum ákveðna hugmynd í þessa átt, þá hef-
ir þú fyrsta skilyrði, sem útheimtist til þess, að
þér hepnist. Að hafa slíka liugmynd og fram-
fylgja henni svo í verkinu er lífsnauðsyn við sér-
hvert fyrirtæki. Með því móti er trygging fyrir
því fengin, að menn nái til endimarks þess, sem
eftir er kept.
Fastákveðið fyrirkomulag er undirstaða af-
reksverka. Pláneturnar eru lögmáli háðar, og
það lögmál ræður því, hvernig þær renna brautir
sínar. Alheimur er fastsettu lögmáli háður;
hvert sem vér lítum og hvert sem vér rennum
huga vorum, þá verður alls staðar í náttúrunni
fyrir oss slíkt lögmál. Sólin, tunglið, stjörnurn-
*) Erindi þetta er frumsamið á ensku, og flutti höfundurinn
það í þeirri mynd á bandalags-samkomu í Minneota 26. Marz síðastl.
—Þýðingin er eftir séra Jón Bjarnason.