Áramót - 01.03.1908, Side 114
n8
öllum öðrum mönnum, að „liann drýgði ekki
synd, og ekki voru svik fundin í hans munni.“
Og svo er hin hliðin, guðdómur hans. Jafn-
eindregið og guðspjöllin lialda fram sönnum
manndóm lians, bera þau iíka vitni um sannan
guðdóm hans. Eg ætla hér í þessu efni að eins
að vitna til orða hans sjálfs; því þau eru svo
skýr og ótvíræð, að hver sá, sem á annað borð
hefir nokkra trú á sannsögli hans, hlýtur sam-
kvæmt þeim að viðurkenna guðdóm hans, það,
að hann hafi ekki að eins verið maður, heldur
líka meira en maður, að eðli hans hafi ekki að
eins verið mannlegt, heldur líka guðlegt. Hvað
segir hann þá um sjálfan sig?
Hann segist liafa stigið niður af himni og
vera sendur af guði, og að hann hafi verið til á
undan Abraham, já, á undan öllum öðrum mönn-
um. „Eg hefi stigið niður af himni, ekki til þess
að gjöra vilja minn, heldur vilja þess er sendi
mig“ (Jóh. 6, 38.) ; „Sannlega, sannlega segi eg
yður: Áður en Abraham var er eg“ (Jóh. 8,
58.) ; „Og nú, gjör þú mig dýrðlegan, faðir, hjá
sjálfum þér, með þeirri dýrð, sem eg hafði hjá
þér áður en heimurinn var“ (Jóh. 17, 5.).
Hann mótmælir því ekki, þegar aðrir kalla
hann son guðs. „Og freistarinn kom og sagði
við hann: Ef þú ert guðs sonur, þá seg, að
steinar þessir skuli verða að brauðum“ (Matt.
4, 3.); „En þeir, sem á skipinu voru, veittu hon-
um lotningu, segjandi: Sannarlega ert þú son-
ur guðs“ (Matt. 14, 33.); „En Símon Pétur
svaraði og sagði: Þú er Kristur, sonur guðs
hins lifanda“ (Matt. 16, 16.); „Natanael svaraði