Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 133
137
þeirri náð, sem guð gefur henni til þess á hverju
tímabili tilveru hennar. Og fyrir hvert slíkt
hlóm vex vonin um önnur ný blóm og tilhlökkunin
til þeirrar fegurðar, er þau muni leiða í ljós.
En þegar vér finnum til þess, hve erfitt oss
er að gera oss grein fyrir ýmsum atriðum trúar-
innar, og þegar vér hinsvegar sjáum, hvernig
allur skilningur og alt andlegt líf er í stöðugri
framþróun, þá ætti oss líka að vera það ljóst, að
oss ber að vera vægir í dómum um þá, sem af
einlægum huga er að leita sannleikans, þó að
þeir hafi ekki af einhverjum ástæðum fengið
sömu trú og sama skilning og vér á einu eða
fleirum atriðum guðlegrar opinberunar. Og því
sannfærðari sem vér erum um það, að vér séum
sjálfir á réttri leið, þess innilegar eigum vér að
biðja fyrir þeim og treysta því, að guð sannleik-
ans og kærleikans leiði sannleikann til sigurs og
opni leitandi hugsun þeirra einhvern veg inn í
helgidóminn, þar sem þeir geti lært að tilbiðja í
anda og sannleika lávarð lífsins, drottin vorn og
frelsara Jesúm Krist, ef þeir kunna það ekki áð-
ur, og eignast í æ ríkara mæli fyrir náð hans
fögnuð og fvllingu eilífa lífsins.
En alt um það, þó að vér finnum til þess, að
vér erum við mikla leyndardóma að eiga, þá get-
um vér aldrei hætt að leita að úrlausninni. Því
meir sem vér hugsum um drottin vorn og frels-
ara, þess meir langar oss til þess að skilja hann
sem bezt, — líka það , sem leyndardómsfylst er í
veru hans. Og til þess eiga kristnir menn að
hjálna hverjir öðrum, og nota til þess alla þá
hæfileika, sem þeim eru gefnir. Á grundvelli