Áramót - 01.03.1908, Page 81
85
ir verið sókt með oddi og egg, með ofsóknum og
kúgun. 1 fornöld með hinu dreifandi afli hinnar
grísku lieimsmenningar, og nú, á síðustu tímum,
með öllum vopnum þess lærdóms, sem lieimurinn
hefir aflað sér, á liðnum öldum.
Flokkarnir tveir standa andspænis hvor öðr-
um nú á tímum. Þeir skoða kristindóminn frá
rnjög ólíku sjónarmiði. Annar heldur við þá trú-
arlegu lærdóma, sem biblían kennir; hinn neitar
þeim, að meira og minna leyti. Annar ver biblí-
una; liinn vefengir liana. Fyrri flokkurinn eru
trúaðir menn, sem aðhyllast biblíuna og kenning-
ar hennar, eins og hún segir sjálf frá. Hinn
flokkurinn eru þeir, sem fylgja að einhverju leyti
hærri ‘kritíkinni’. Þar eru bæði trúaðir menn
og vantrúaðir.
Hærri ‘kritíkin’ vitnar jafnaðarlega til „ó-
yggjandi niðurstöðu hinna vísindalegu rann-
sókna“. Báðir flokkarnir hafa „rannsakað
ritningarnar“. Báðir vilja þeir rannsaka þær,
og telja það muni ekki verða til verulegs tjóns,
þegar til lengdar lætur. En þegar öll kurl koma
til grafar, er meiningamunurinn oftlega mikill.
En samfara skoðanamun hefir orðið frábærlega
mikill áhugi til rannsókna. Ein lærdómsgreinin
eftir aðra hefir tekið framförum. Þekking á
hebresku. grísku og sögu kirkjunnar hefir orðið
fullkomnari. Einn fornmenja-fundur eftir ann-
an hefir komið fyrir, og ávöxtur af þeim uppgötv-
unum hefir borist upp í hendur vorar, varpað
Ijósi á liðnar aldir og staðfest sögu ritningarinn-
ar. Það er svo frábær áhugi til rannsókna í guð-
fræðilegum efnum, að nú koma út á ári hverju um