Áramót - 01.03.1908, Page 82
86
átta hundruð ritverk um þau mál. Þessari rann-
sókn hefir ‘kritíkin’ átt mestan þátt í að hrinda
á stað. Vert er að þakka fyrir alla upplýsing,
hvaðan sem hún kemur.
En aðal-málið er um ritninguna sjálfa. Frá
sögulegu sjónarmiði er leitast við að rannsaka,
hvort frásögur hiblíunnar sé sannar og réttar;
’ vort brkurnar sé ritaðar af þeim höfundum, sem
þær eru eignaðar; og hvort þær hafi orðið til á
þeim tíma, sem menn hafa hingað til hugsað sér.
Öllu því, sem mögulegt er að sanna með góð-
um og gildum rökum, hvort heldur það er með
eða mót, hljótum vér að veita viðtöku, því sann-
leikanum má aldrei vísa á dyr, hver sem hann
kann að vera. En hér skilja leiðir. Sömu spurn-
ingarnar vakna hjá báðum flokkunum, viðvíkj-
andi bókum ritningarinnar, og viðvíkjandi skoð-
un manna á trúarlærdómum hennar.
Svörin verða býsna ólík.
Gfrundvallar-atriðið er skoðun manna á hinu
yfirnáttúrlega. Flestir leiðtogar ‘kritíkarinnar’
neita öllu yfirnáttúrlegu. Þeir byrja því rann-
sóknirnar fullir af hleypidómum gegn öllu þess-
konar. Þess vegna er varasamt að treysta mikið
á ályktanir þeirra, því þeir hrjóta bág við aðal-
skilyrðið til vísindalegra rannsókna, og það er að
vera frjáls, en ekki að dæma með hlutdrægni og
horfa á alt gegn um litað gler. Trúarleg afstaða
hins vantrúaða rannsóknarmanns kemur fram í
öllum hans ályktunum og gerir verk hans vara-
samt og óáreiðanlegt.
Ef annað yrði ofan á, væri hann öldungis ó-
samkvæmur sjálfum sér og skoðunum sínum.