Áramót - 01.03.1908, Side 51
55
stórkostlega mikið af störfum vorum eða tilraun-
um vorum til framkvæmda til ónýtis. Sú er ein-
mitt að mörgu leyti reyndin á sérhverju því
svæði, sem vekur athygli manna. Stórmenni hafa
hald á flokkum fólks, löndum og lýðum, og koma
þeim til að stuðla með sameinuðum kröftum að
því, að reglubundið fyrirkomulag, sem er ávöxt-
ur sterkrar og nákvæmrar hugsunar, nái að
hepnast; en hins vegar eru lang-flestir þeirra,
sem er að hitta á lieimstorginu, stefnulausir, úr-
ræðalausir, án nokkurs ákveðins markmiðs og
eins og núll; líf þeirra þýða ekki neitt, sökum
þess þeir liafa látið vera að læra þá miklu lexíu,
sem krefst þess af ölium, að þeir hagi störfum
sínum og fyrirtækjum eftir föstum megmreglum.
Eg hefi nú leitast við alment talað að sýna
fram á nauðsyn þess, að viðhöfð sé reglubundin
aðferð í störfum vorum; og langar mig þá til að
segja nokkur orð í sömu átt um það, sem er sér-
staklegs eðlis og þá um leið áþreifanlegra. Eg
vildi hrýna fyrir mönnum nauðsyn þess að gæta
reglu í einni ákveðinni grein, — henda á að eins
eitt má.1 af nærri því ótal-mörgum, sem oss, hverj-
um um sig, mistekst með sökum þess vér óhlýðn-
umst lögmáli því eða starfsaðferð þeirri, sem er
skilyrði fyrir því, að oss geti hepnast það, sem
vér erum við að eiga. Þar sem eg í þetta skifti á
tal við ungt safnaðarfólk, þá hefi eg sett mér það
fyrir, að vekja máls á efni nokkru, sem snertir
einn þátt í starfsemi kirkjunnar. Sá sérstaki fé-
lagskapur innan safnaðarins, sem stofnað hefir
til samkomu þessarar, eins og líka sérhvert hinna
vikulegu fundarhalda yðar hér, er þess eðlis, að