Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 67
71
og sunchirleita og kærulausa parta eða bita. Og
þá væri hún sama sem ekki neitt.
Greindur vantrúarmaður mundi segja um
siíka kirkju: „Þessi kirkja getur ekki staðist;
hennar lífdagar eru bráðum taldir; því hún er
stefnulaus, hún er sjálfri sér sundurþykk.“
Leyfum vér lygi og sannleika að hafa jafn-
rétti eða jafngildi í kirkjunni, þá verður alt í
villu og á ringulreið. Hvað er þá skírn! -hvað
er þá afturhvarf! hvað er þá synd! og hvað
er þá náð?
Ekki stafar villa og ringulreið af því að bar-
ist er, heldur af því, að menn í kæruieysi og and-
varaleysi og deyfð leyfa því rétta og ranga, því
sanna og ósanna, að sitja saman í hásætinu,
hvort við annars hlið. Leyfum vér það, þá erum
vér meðal þeirra, sem reka út djöfla með full-
tingi djöfulsins, þ. e. meðal þeirra, er láta Satan
ríkja, þegar oss finst það hentugast, og guð ríkja
þegar oss finst það hentugast. 1 því ástandi er
kirkjan að deyja, sé hún ekki þegar dauð — eða
gæti hún dáið. Þá er kirkjan orðin félag, sem
enga virðing hefir hvorki fyrir guði né Satan.
Hfin er þá orðin skrípamynd af hinni réttu sönnu
kirkju, sem Jesús stofnsetti hér á jörðu. Lífið
mundi þá smápínast úr henni. Hún hefir þá, sé
hún svona stefnulaus og kærulaus, engin vopn í
hendi sér til að berjast með. Komi svo vantrúin
einn góðan veðurdag og velti sér yfir hana með
allar sínar raddir og vélabrögð, þá er hún óvíg-
girt; liver verður þá að hlaupa til sinna skoðana,
hver parturinn fvrir sig til sinna; en þar er eng-
in skoðun að grípa í, af því þær eru svo margar