Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 142
146
„Framtíðarinnar“ kosinn séra N. S. Tliorláksson
og honum ákveðin 200 doll. árslaun.
5. Líknarstofnun: — Nefnd sú, er það mál
liafði á árinu íhugað, gerði engar tillögur, en
skýrði frá, að kvenfélag Fyrsta lúterska safn. í
W.peg, sem gengst fyrir málinu, vilji ekki að svo
stöddu afhenda kirkjufélaginu málið.
6. Löggilding kirkjufélagsins: — Milliþinga-
nefndin lagði fram skvrslu um aðferð og kostnað
við löggildinguna. Samþykt var að löggilda ekki
að þessu sinni. en fela milliþinga-nefnd að leita
enn nákvæmari upplvsinga um ákveðin atriði og
ráðleggja næsta þingi, hvort, og þá hvar, löggilda
skuli. 1 þessa nefnd voru kosnir: Thomas H.
Johnson, George Peterson og Loftur Jörundsson.
7. Guðsþjónustuforni: — Nefnd í því máli
frá fyrra ári skýrði frá, að prestafélagið væri að
eiga við guðsþjónustuform og mvndi leggja það
fyrir næsta kirkjuþing.
8. —9. Grundvallarlaga-viðauki og endurskoð-
un á lögum: — Það mál lá fvrir frá síðasta þingi.
Þinginu vanst ekki tími til að taka málið til endi-
legra úrslita, en fól nefnd að húa það betur undir
næsta þing og leggja þá hinar fyrirhuguðu breyt-
ingar fram prentaðar. 1 þessa nefnd voru kosn-
ir: séra Fr. Hallgrímsson, Jón J. Bíldfell og Fr.
Friðriksson. 1 annan stað voru þeir séra Jón
Bjarnason, Tli. Oddsson og Klemens Jónasson
kosnir í nefnd til að endurskoða frumvarp kirkju-
félagsins til grundvallarlaga fyrir söfnuði.
10. Ferðakostnaður kirkjuþingsmanna: —
Skrifari skýrði frá undirtektum safnaðanna.
Meiri hluti þeirra hefði verið mótfallinn breyt-