Áramót - 01.03.1908, Síða 44
48
mikilfenglegt, að lærðustu menn fái það aldrei
tæmt, þá er þó aðal-efnið skiljanlegt hverjum
meðal-greindum manni, sem uppfræðslu hefir
fengið í kristilegum barnalærdómi. Engum efa
er það bundið, að nákvæm íhugun efnisins í Ags-
borgarjátningunni vrði til þess að auðga anda
manns og styrkja trúna hjá manni. Agsborgar-
játningin var „frelsisskrá" siðbótarinnar. Hún
er kirkju vorri það, sem „Magna Charta“ var
Englendingum og „Deelaration of Independ-
ence' ‘ var Bandamönnum. En hún er líka meira.
Hún er „stjórnarskrá“ evangelisk - lúterskrar
kirkju, og ber því hverjum þeim, er borgari vill
vera í því mikla og göfuga ríki, að kynna sér
hana og bera hana yfir sér sem kirkjulegan ætt-
jarðar-fána.
Tvent er það, sem liöfundar Ágsborgarjátn-
ingarinnar láta sér einkar ant um að sanna: Það
fyrst, að kenning þeirra sé grundvölluð á guðs
orði heilagar ritningar; hitt það, að kenningar
þeirra sé í fullu samræmi við hinar upprunalegu
trúarjátningar kristninnar. Þeir skoða alls ekki
þessa trúarjátningu sína sem „reglu trúarinn-
ar“. Það heiðurssæti skipar guðs orð eitt. Heil-
ög ritning ein segir fyrir um það, hverju eigi að
trúa. Höfundarnir segja: „Framanskrifaðar
greinir höfum vér viljað leggja fram sem vottorð
um trúarjátning vora.“ Það er „vottorð“ um
það, hvernig þeir, sem mynda þetta kirkjulega
bandalag, skilji lærdóma ritningarinnar. Þess
gæti menn þá vel, að lúterska kirkjan byggir alla
kenningu sína á guðs orði. Með því að játast
hiklaust undir frum-játningar kirkjunnar og af-