Áramót - 01.03.1908, Page 34
38
var það, að færa hana í stílinn, raða niður efni,
fága liana og hefla. Naut hann við það verk að-
stoðar Jnstusar Jónasar, er allra manna var
bezt að sér í latínu. Líka hjálpaði honum Brueck,
kanslari kjörfnrstans, til að semja ávarpið til
keisarans, sem er formáli ritsins. Báðir eiga
þeir Lúter og Melankton sinn þátt í verkinu.
Lúter á efnið, Melankton formið.
Loks leið að þeim tíma, er hið eftirvænta rík-
isþing skyldi haldið í Agsborg. Jóhann kjör-
fursti fékk þá skipun, að vera þar til staðar og
föruneyti hans 1. Maí 1530. Hann liélt á stað frá
Wittenberg 11. Apríl, og fóru þeir Lúter, Mel-
ankton og Jónas með honum. Ekki var þó árætt
að láta Lúter fara alla leið. Hann var skilinn
eftir í Kóborg. Lúter hafði bæði verið bannfærð-
ur af páfa og útlægur gjör af keisara. Keisari
hafði nefnt hann „hinn illa fjanda í manns
mynd“, „heimskingja“ og „guðlastara“. Vafa-
laust hefði Lúter verið handtekinn, hefði hann
komið á þingið, því á ríkisfundinum í Speier ár-
inu áður hafði dómur sá, er yfir honum var feld-
nr í Worms, verið endurnýjaður. Líka hefði mátt
kæra kjörfurstann um landráð, hefði hann komið
með útlaga keisarans í skjóli sínu á ríkisþingið.
Og svo var ofsi páfamanna mikill, að Lúter hefði
aldrei komist lifandi af þinginu. Nú bar eigi
heldur bráða nauðsyn til þess, að Lúter kæmi
sjálfur fyrir keisarann eins og áður í Wórms.
Til Worms sagðist Lúter fara, þótt þar væri fleiri
djöflar en steinar á húsþökum. Það var persónu-
legt mál við Lúter, sem þá var um að ræða.
Nú var það eigi síður annarra en hans, og sam-