Áramót - 01.03.1908, Side 63
6/
„Hvert það ríki, sem í sjálfu sér er sundurþykt,
mun eyðileggjast, og hver sá staður eða heimili,
þar sem innbyrðis sundurþykkja er, fær ekki
staðist.“ Þetta eru skýr orð; sundurþykkja
segir hann muni leggja ríkið, staðinn og heimilið
og þá einnig kirkjuna í eyði. En það, sem Jesús
á við með sundurþykkju er ekki stríð. Kristur
getur ekki átt við það, að stríð eyðileggi kirkj-
una, því hann segist sjálfur koma með stríð.
„Ætlið ekki“ — segir hann —, „að af minni
komu muni friður standa á jörðu; ekki mun hún
friði valda, heldur styrjöldum; af henni mun
koma ósamlyndi milli föður og sonar, dóttur og
móður, sonarkonu og móður manns hennar, og
húsbóndans heimamenn munu hans óvinir
vera.“ Þar sem Jesús talar svona, þá getur
hann ekki meint, að sundurþykkja sé sama sem
stríð. Því hann kemur til þess að frelsa, en ekki
til þess að eyðileggja, en þó kemur stríð og ó-
friður með komu hans. En sundurþykkja segir
hann eyðileggi. Hvað er þá sundurþykkja? Það
er stefnuleysi, skoðunarleysi, eða jafnrétti alls-
konar skoðana. Það, sem er svona, er ekki „or-
gönskt“ eða lifandi heild — og það er sjálfu sér
sundurþykt. Sá félagskapur, sem leyfir allskon-
ar skoðunum og reglum að vera ríkjandi í sér,
er í molum og því eðlilega sjálfum sér sundur-
þykkur; hann er þá líka því næst dauður — að
minsta kosti ónýtur; hann er ónýtur til allra
framkvæmda, því hann er stefnulaus og reglu-
laus og þá máttlaus. Eyðileggingarverkið er
komið langt, þegar deyfðin og áhugaleysið og
stefnuleysið er orðið svo mikið, að hver molinn