Áramót - 01.03.1908, Side 17
21
armál, sem æfinlega er fólgið í trúnni kristilegn,
— lexíuna miklu um krossinn.
Það er ekki fyrr en Jesús gegn um píslir og
dauða friðþægingarinnar er dýrðlegr orðinn og
heilögum anda liefir í fylling sinni verið útliellt
yfir sálir lærisveina hans, að sannindin guðlegu
öll um krossinn, lians kross og þeirra kross, ná
fullkomnu lialdi á trúarhugsan Jieirra og verða
aðal-atriði í hinni kristnu trúarjátning þeirra.
Og að sama skapi sem kirkjan síðar þá gjöf
heilags anda og gjörði hana að arðberandi eign
sinni liafði hún hermerki sitt — liina kristnu trú-
arjátning — í heiðri, lét það vera í augsýn, kapp-
kostaði að halda því hreinu og haga framferði
sínu eftir því. Á þeim tíðum, þá er mest bar á
því, að ríki Jesú Krists er ekki af þessum heimi,
og það var áþreifaniegast, að opinberan hans
stingr í stúf við alla mannlega speki, voru trúar-
játningar kirkjunnar í mestum heiðri hafðar.
Þá var og af mestu andans afli og með mestri
samvizkusemi innan kristninnar barizt fyrir
sannindum trúarinnar, enda auðnaðist kristnum
lýðum einmitt fyrir baráttuna á þeim tíðum vís-
dómr af hæðum til þess að fullkomna hið andlega
hermerki sitt og gjöra það enn skýrara. Á slík-
um tíðum fœddust í fornöld þrjár almennu trúar-
játningarnar kristnu og læstu sig inn í sálir
kirkjulýðsins víðsvegar um lönd: postullega trú-
arjátningin, er svo er nefnd, trúarjátningin, sem
kennd er við bœinn Níseu í Litlu-Asíu, og trúar-
játnirgin, sem kennd er við Aþanasíus kirkjuföð-
ur. Slík tíð var og sextánda öldin, reformazíón-
aröldin, þá er svo sterklega var barizt undir