Áramót - 01.03.1908, Síða 134
138
trúarinnar hefja þeir leitina, við ljós orðsins og
undir leiðsögn andans, feta sig hægt og hægt á-
fram, og fara gætilega, svo að þeir misbjóði
hvorki opinberun guðs né skvnseminni, sem hann
hefir gefið þeim.
En hversu sterk sem löngunin er til þess að
þekkja og skilja, þá gleymum vér því þó ekki, að
það, sem hulið er spekingum og vitrum mönnum,
það er opinberað smælingjunum; vér látum ekki
orð nokkurs spekings, hversu mjög sem menn-
irnir róma skarpskygni hans og lærdóm, skyggja
á lífsins orð Jesú Krists fyrir oss eða fella þau
úr gildi. Og vér höfum það hugfast, að æðsta
markið, sem vér keppum að, er ekki það, að vita
sem mest og skilja sem mest, heldur það, að láta
lífið alt og hugarfarið vera í sem heztu og ein-
lægustu samræmi við orð drottins vors og frels-
ara og þá fyrirmynd, sem hann hefir gefið oss.
Hann kom og leitaði að oss, ekki fyrst og fremst
til þess að fræða oss, heldur til þess að frelsa
oss. Og vér leitum hans, ekki fyrst og fremst til
þess að gjörskilja leyndardóm veru hans, heldur
til þess að elska hann, tilbiðja hann og þiggja
af lionum fyrirgefningu syndanna og gjöf eilífa
lífsins.
Hann getur maður, sem fyrir guðs náð hefir
fest sjónar á dýrð hans, hvort heldur er dýrð læg-
ingarinnar eða upphefðarinnar, sem er hvort-
tveggja opinberun þess kærleika, sem er tak-
markalaus og engin orð nógu sterk til þess að
lýsa eða vegsama eins og verðugt er, — hann get-
ur sá maður aldrei elskað nógu heitt og innilega,
aldrei þakkað honum eins og hann vildi.