Áramót - 01.03.1908, Side 26
30
er svo lýst, að liún hafi að framan verið ljón,
að aftanverðu dreki, og geit — vanaleg geit —
í miðjunni. Eða eins og eitthvert rómverska
skáldið orðaði það
prima leo, postrema draco, media ipsa Chimaera.
Þetta finnst mér í alla staði heppilegr upp-
dráttr af frjálslyndi því í trúarefnum eða því
kirkjulega frelsi, sem nú úr einni sérstakri átt
er svo kappsamlega verið að prédika inn í Is-
lendinga. Raggeit með ljónshöfði, en dreka-
sporði.
Þetta er sama sem liin klerklega vantrú inn-
an nútíðar-kirkjunnar. Og af því að hugrekkið
er ekki meira en nú er hent til, vill hún eðlilega
fara liuldu höfði, eða, eftir því sem föng eru á,
fela sig. Þar endrtekst þá sagan um Hrapp eft-
ir að hann hafði brennt upp goðahúsið fyrir
Guðbrandi í Dölum og drýgt ýmsa aðra óhœfu.
Hann fliiði á náðir Þráins Sigfússonar undan
réttlátri reiði Hákonar Hlaðajarls, og Þráinn
lét freistast til að hjálpa honum, ferðbúinn frá
Norvegi eins og hann þá var til Islands. Hann
fól hann fvrir jarli fvrst í tunnu, er var á floti
utan við skipið, eða tveim slíkum, sem hvolft
var saman utan um þann náunga, síðan í búlk-
anum, undir vörusekkjum nokkrum þar, og loks
í seglinu. Allt sá jarlinn eftir á, en ekki fyrr en
of seint, og svo slapp óþokkinn hegningarlaust
undan til Tslands.
Látum þetta um þá Hrapp ekki halda áfram