Áramót - 01.03.1908, Side 39
43
grundvallar fyrir aðal-játningu ensku kirkjunn-
ar.
Nú liðu tíu ár, og var Ágsborgarjátningin
eins og hún var upphaflega samþykt af ríkis-
stéttum, höfðingjum og guðfræðingum Mótmæl-
enda höfð hæði til sóknar og varnar í trúarstríð-
inu mikla. En árið 1540 henti Melankton það
slys að breyta all-mikið hinurn latneska texta
játningarinnar. Melankton var svo elskur að
friði, að hann lét á efri árum þá ástríðu oftar en
einu sinni leiða sig í gönur. En þessi friðserai
Melanktons varð einmitt til að auka ófrið og
valda honum sjálfum mesta hugarangri. Þessi
útgáfa Melanktons frá 1540 nefnist Variata
(hin breytta). Nokkrar smá-breytingar, sem þar
eru gerðar, mega teljast til bóta, sérstaklega nið-
urröðun greinanna um ósiðina. Sumar grein-
irnar, sem aðallega snerta trúaratriði, jók hann
til muna, án þess að nokkur efnisbreyting ætti sér
stað, og er vel frá því gengið sem við mátti búast.
En því miður breytti hann svo orðalagi sumra
hjartapunktanna í játningunni, að þá mátti heim-
færa á meir en einn veg og betur samríma þá
skoðun mótstöðumannanna, bæði kaþólskra
manna og Mótmælenda. Sérstaklega eru það tvö
trúaratriði, sem vikið var við í hinni umbreyttu
játningu Melanktons. Hið fyrra er um sam-
verknað (synergia) mannsandans og guðs anda
í afturhvarfinu. Snertir það mál hina óleysan-
legu gátu um frjálsræði viljans í sáluhjálparefn-
um. Virðist Melankton hafa viljað slaka þar
nokkuð til við kaþólska menn. Hitt atriðið, sem
meir um varðar, er kvöldmáltíðar-sakramentið.