Áramót - 01.03.1908, Síða 109
IT3
milli manneðlis og guðdóms hjá honum. 1 lion-
um var manneðlið guðdómur og guðdómur-
inn manneðli.“ „Hann var guð opinberaður í
holdi,“ stendur þar enn fremur, „vegna þess að
líf lians var óslitin opinberun guðlegs kærleika,
og öðruvísi ekki. En hann var ekki guð opinber-
aður í holdi á neinn þann hátt, er myndi aðgreina
hann frá öðrum mönnum.“ „ Jesús er guð, en
það erum vér líka.“ Samt segir Campbell, að
Jesús sé „andlegur veruleikur, ávalt nálægur vin-
ur og leiðtogi, bróðir vor og drottinn.“ Um
holdtekjukenningu kirkjunnar segir hann þetta:
„Það virðist undarlegt, að trúin á fæðing Jesú
af meyju skuli nokkurntíma hafa verið álitin að-
alatriði í kristinni trú, en svo er þó enn í dag.
Það er ekki mikil þörf á því, að hafa á móti henni,
því flest allir merkir guðfræðingar hafa nú horfið
frá henni, en enn er hún þó ásteytingartseinn fyr-
ir hugi margra.“ Viðvíkjandi upprisu frelsar-
ans álítur hann, að postularnir hafi verið sann-
færðir um að Jesús hafi risið upp frá dauðum
líkamlega; hvort svo hafi verið í raun og veru,
treystir hann sér ekki til að fullyrða neitt um,
en vill ekki neita, að það hafi getað átt sér stað.
Lengra ætla eg ekki að rekja efni þessarar
bókar; þetta, sem hér er tekið fram, nægir til
þess að sýna það, að hér er af merkum manni,
presti kristins safnaðar, haldið fram skoðunum á
því, sem menn telja alment grundvallaratriði
kristinnar trúar, sem oss blandast sjálfsagt ekki
lengur hugur um að kemur mjög í bága við það,
sem alment er kent innan kirkinnnar um þau
efni. Eg hefi sérstaklega mins* á þessa stefnu