Áramót - 01.03.1908, Side 107
III
leyti merkileg og eftirtektarverð. Og margt er
þar vel og fallega sagt. Siðferðishugsjón liöf-
undarins er sönn og göfug; afar sterk áherzla
er lögð á það, að menn láti líf sitt stjórnast af
lögmáli kærleikans og sjálfsfórnarinnar, og að
andi Jesú Krists birtist í allri breytni þeirra.
En hins vegar er enginn efi á því, að sú guðs-
hugmynd og Krists-hugmynd, sem þar birtist, er
harla ólík því, sem vér höfum vanist. 1 kenn-
ingunni um guð er öll áherzlan lögð á íbúð guðs
í alheiminum, mannkyninu; það er grundvallar
atriði þeirrar lífsskoðunar, sem bókin heldur
fram, og út frá þeirri hugsun vill höfundurinn
leiðrétta hina ríkjandi skoðun kirkjunnar á
kenningu Jesú Krists; en sú mynd trúarkenn-
ingar hans, sem alment er haldið á lofti, segir
hann að sé baeði ófullkomin og villandi. „Nýja
guðfræðin,“ segir hann, „heldur því fram, að
vér vitum ekkert og getum ekkert vitað um hina
óendanlegu orsök, sem allir hlutir koma frá,
nema það, sem vér lesum um hann í alheimi hans
og í eigin sálum vorum.“ „Orðið guð,“ segir
hann enn fremur, „táknar margt; en fyrir nú-
tíðarhugsaninni hlýtur það að tákna hina orsaka-
lausu orsök allrar tilverunnar, einingar-lögmálið,
sem felst í allri margbreytninni (the unitary
principle implied in all multiplicity).“
Hvað Jesúm Krist snertir, þá er því mjög
sterklega haldið fram, að hann hafi svo langt
skarað fram úr öllum öðrum trúarbragða-kenn-
urum, að þeir sé alveg hverfandi í samanburði
við hann; hann hafi safnað í eina heild og einn
brennipunkt hinni trúarlegu hugsjón fyrir mann-