Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 23
27
antekningum aðhyllast kenningar „nýju guð-
frœðinnar' ‘. Að minnsta kosti er það víst, að
þessi ömurlega krafa um það, að prestarnir á
Islandi megi í trúarefnum að ósekju eða víta-
laust kenna hvað sem þeim sýnist, og sé að engu
leyti bundnir við trúarjátning kirkjunnar, sem
þeir þjóna, hefir aldrei eins mjög látið þar til sín
heyra eins og síðan nýja guðfrœðin náði sér niðri
meðal heldri klerkanna í því landi.
Eg er hér minntr á gamalt kirkjulegt skjal,
sem eg rak mig á einhvern tíma á árunum 1880—
1884, meðan eg dvaldi í Seyðisfirði eystra á Is-
landi. Það var gjafabréf frá erfingjum séra
Torfa Jónssonar í Gaulverjabœ (á 17. öld) — að
mig minnir — fyrir Dvergasteini. Með bréfi því
gefa þeir þá jörð til lífsframfœrslu prestinum,
sem framvegis verðr til þess kvaddr að þjóna
söfnuðinum þar í sveit að prédikan guðs orðs og
veiting sakramentanna. Með mörgum fögrum
orðum er í bréfinu ákveðið, livað af klerki er
heimtað með tilliti til trúarinnar, embættisþjón-
ustunnar og daglegs framferðis, svo og hvað af
söfnuðinum er heimtað, — allt eðlilegt og há-
kristilegt. Hins vegar er skýrt og skilmerkilega
tekið fram, að sé hinum settu skilyrðum ekki
fullnœgt af hlutaðeiganda, eða hlutaðeigendum,
þá skuli jörðin með heilu og höldnu eða með „öll-
um gögnum og gœðum“ hverfa til baka til hinna
upphaflegu eigenda eða löglegra erfingja þeirra.
En við öll þessi fyrirmæli er svo að ending
bœtt svo látandi klausu (að efninu til): „nema
hans hátign konunginum skyldi þóknast að skipa
fyrir um þetta á annan veg.“ Og gjörir sú niðr-