Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 127
i3i
Mér dettur ekki í liug að lialda því fram, að
þetta, sem hér er framsett, sé hin eina rétta eða
fullkomna úrlausn þeirrar ráðgátu, livernig guð-
legt eðli og mannlegt var sameinað í persónu
frelsara vors. En mér finst þetta, sem eg hefi
sagt, vera í samræmi við þá mynd, sem nýja
testamentið dregur upp fyrir oss af honum; og
eg hefi ekki fundið neina aðra skýringu eða til-
raun til skýringar, sem eg felli mig betur við.
í því sambandi vil eg, auk hinna annara ritning-
arorða, sem eg hefi tilfært, enn benda á þessi,
sem eru skrifuð í Filippíbréfinu 2, 5.—11.: „Haf-
ið það hugarfar í yður, sem og var í Kristi Jesú,
sem áleit það ekki, þótt hann væri í guðsmynd,
rán að vera jafn guði, heldur afklæddist henni,
er hann tók þjónsmynd og kom í líkingu manns,
og er hann kom fram að ytra hætti sem maður,
lítillækkaði hann sjálfan sig og var hlýðinn til
dauða, já til dauða á krossi. Fyrir því hefir og
guð hátt upp hafið hann, og gefið honum nafn-
ið, sem hverju nafni er æðra, til þess að í nafni
Jesú skuli hvert kné beygja sig, þeirra, sem eru
á himni, og þeirra, sem eru á jörðu, og þeirra,
sem undir jörðunni eru, og sérhver tunga viður-
kenna, að Jesús Kristur er drottinn, guði föður
ti! dýrðar.“
Tvær mótbárur hugsa eg mér samt að menn
kunni að koma með á móti þessum skilningi, sem
eg hefi hallast að; og skal eg fara um þær nokkr-
um orðum.
Önnur er sú, að eg fari ekki með rétt mál,
þegar eg segi að frelsarinn hafi afklæðst alvizk-
unni og vitund hans á holdsvistardögunum haíi