Áramót - 01.03.1908, Qupperneq 120
124
og fullkomnasta grein fyrir þeirri persónu, sem
oss er kærust og dýrmætust allra. Þeirrar per-
sónu, sem vér erum alt af að leitast við að lifa
í sem innilegustu samfélagi trúarinnar og kær-
leikans við, persónu drottins vors og frelsara.
Og þó að vér vitum það fyrir fram, að vér get-
um ekki fyllilega skilið þann leyndardóm, þó að
vér vitum, að liugsun vor lilýtur að reka sig fyrr
eða síðar á þá torfæru, sem hún hefir hér í lífi
engin tæki til að komast yfir, þá knýr eitthvert
afl hana til að leita fyrir sér og seilast eins langt
og henni er unt að komast, með þeirri leiðbein-
ingu, sem guðs orð veitir til þess og með þeirri
bæn til heilags anda, að hann vilji vera með oss
í leitinni, leiðbeina hugsaninni og varðveita hana
frá því að lenda út á villigötur, og leyfa oss að
sjá svo mikið af þeim dýrðiega sannleika, sem
vér þurfum til þess að samfélag vort við frels-
arann geti orðið eins lifandi og innilegt og kost-
ur er á í þessu lífi. Sé leitin hafin af þessari
hvöt og af þessum anda, þá hlýtur liún að hafa
einlivern andlegan arð í för með sér; hugsun
kristins manns hlýtur að auðgast og göfgast við
það að sökkva sér niður í alvarlega íliugun veru
guðmannsins alveg einstaka og dýrðlega, þó hún
geti ekki kannað til fulls djúp þess leyndardóms.
Ivristin kirkja hefir líka frá elztu tímum
verið að leitast við að skilja sem hezt persónu
frelsarans. Á kirkjuþinginu í Nikæa, sem hald-
ið var árið 325 og var hið fyrsta mikla allsherj-
arþing kirkjunnar, var þeirri skoðun mjög sterk-
lega lialdið fram, út af villukenningum, sem fram
liöfðu komið, að sonurinn væri jafn föðurnum.