Áramót - 01.03.1908, Page 35
39
verkamenn hans stóðu betur að vígi en hann að
mæta fyrir ráðinu. Því lét nú Lfiter tilleiðast að
verða eftir í Kóborg, svo mjög sem félögum hans
j)ótti fyrir að skilja hann þar eftir, og svo mjög
sem hann varð að stilla skap sitt. ivóborg er
miðja vegu milli Ágsborgar og Wittenbergs og
síðasti áfangastaður í Saxen, umdæmi Jóhanns
kjörfursta, vinar Lúters. Svo hræddir voru
menn þó um Lúter, að búið var um hann í hinum
rammgerða kastala í Kóborg, sem er á hæð einni
500 fetum ofar bænum og svo vel víggirtur bæði
af höndum náttúrunnar og manna, að í þrjátíu
ára stríðinu reyndist hann óvinnandi, hvernig
sem Wallenstein reyndi að ná honum.
Þar sat nú Lúter í kastalanum eins og þjón
í búri meðan vinir hans voru í Ágsborg. böng
varð honum biðin, því það dróst fram yfir það,
sem ætlað var, að keisarinn kæmi og þingið yrði
sett. Þeir Melankton liöfðu náð til Ágsborgar 2.
Maí, en keisarinn dvaldist hjá vildarmörmum
páfans í Innsbruck og kom ekki til Ágsborgar
fyrr en 15. Júní, og ekki fyrr en 25. Júní komu
kirkjumálin fyrir þingið. Greta má nærri, að Lúter
muni ekk ávalt hafa verið rótt innan brjósts, svo
mikill skapmaður sem hann var, meðan hann sat
sem fangi í Kóborgar-kastala og beið frétta af
fundinum. Bréf nokkur, er hann reit í Kóborg,
bera þess vott, að hann hafi unað æfi sinni þar
all-illa. Hann brann af bardaga-þrá. Að s:anga
út í opinn dauða fanst honum ekkert hjá því að
fá ekki að vera þar sem orrustan stóð og málstað
sannleikans var að verja. Hann hafði áður ör
uggur gengið út í dauðans hættur. Hví fékk hann