Áramót - 01.03.1908, Page 95
99
þarf að lagfæra og breyta, þótt allir sé ekki á
eitt sáttir um það, í liverju breytingin skuli vera
fólgin.
Þá eru guðspjöllin. Ekki finnast ‘kritíkinni’
þau sem áreiðanlegust. Einn af hinum varfærn-
ari rannsóknarmönnum, dr. Sanday í Oxford seg-
ir, í bók, sem kom út á liðnu ári, að þegar lesið sé
um kraftaverk Krists, skuli sett spurningarmerki
þar við á spázíuna í innilokunarmerkjum.
Enn má benda á fjölfræðabók gefna út á
Englandi lianda guðfræðingum og kennimönnum
af þeim Cheyne og Black: „Encyclopedia Bib-
lica“. Þar er grein um guðspjöllin (bls. 1881—
83) eftir Schmiedel. Ilann hefir fundið fimm
ritningarstaði um Krist, sem hann telur efalaust
áreiðanlega:
1. Að hann hafi neitað að láta kalla sig góðan;
2. Um syndina móti mannsins syni, sem muni
fyrirgefin verða;
3. Um breytni hans við ættingja sína, er þeir
héldu, að hann væri frá sér;
4. Þau ummæli hans, að hann viti ekki þann
dag og tíma, er heimsendir kemur;
5. Hrópið á krossinum, að hann sé af guði yf-
irgefinn.
Það er ljóst, að þessir ritningarstaðir eru af-
bakaðir og rangfærðir eins og Schimedel skilur
þá.
Það er ekki unt að forðast ályktanir af þessu
tægi, þar sem vantrúarmenn eiga hlut að máli.
Þeir hljóta að vera sjálfum sér samkvæmir. Það
er ekki gengið út frá trúarlegum grundvelli. Biblí-
ían er talin óáreiðanleg og er lélegasta vitnið í