Áramót - 01.03.1908, Side 50
54
Kirkjur Mótmælenda hafa og liver nm sig
sitt sérstaka fyrirkomulag. Mestu vitmennirnir
þar hafa leitt fram og eru að leiða fram nákvæm-
ar reglur fyrir því, hvernig kristileg trúarstarf-
semi skuli rekin, og mjög dásamlegur er árang-
urinn af því að unnið hefir verið samkvæmt þeim
reglum. Þar til má nefna trúboðsfyrirtæki í
heiðingjalöndunum, heimatrúboðs-störf, samtök
til að lyfta stórbæjalýðnum, sem dýpst er sokk-
inn, upp úr eymdarástandi hans, félagskap til að
hjálpa fátækum söfnuðum til að koma sér upp
guðsþjónustuliúsum, ráðstafanir af hálfu kirkj-
unnar mentamálum til eflingar, til að halda uppi
spítölum, til að bæta úr neyð bjargþrota fólks, og
mýmargt annað þessu nátengt, sem hjarta krist-
innar trúar vekur áhuga á og knýr menn til; en í
öllu þessu birtist hið dásamlega lífstauga-kerfi
kristindómsins.
Svo sjáum vér þá, að í hverja átt sem v'r
snúum oss, verður fyrir oss lögmál ákveðinnar
reglu. Sé ríki tilverunnar rannsakað eðr íhugað,
þá ber alt að sama brunni, hvort sem ræða er um
veraldleg eða heilög efni, um náttúrlega hluti
eða guðlega. Þar bendir alt til þess, að reela ráði
og hljóti að ráða frá því fyrst er stigið yfir
þröskuld musterisins þess eða þess og hversu
l°ngt inn eftir því sem farið er.
En þrátt fyrir þetta lögmál reglunnar, sem
ræður umhverfis oss í öllum áttum, er þó hörmu-
lega mikið um hið gagnstæða, óreglu eða handa-
hóf, hjá oss í einstaklingslífi voru. Það vantar
svo mikið á, að vér, margir hverjir, höfum til-
einkað oss það lögmál, og verður fyrir þá sök