Áramót - 01.03.1908, Qupperneq 20
24
tekr fram í Rómverjabréfinu (10, 9. 10) : „Ef þú
viðrkennir (eða: játar) með munni þínum drott-
in Jesúm og trúir í lijarta þínu, að guð hafi upp-
vakið liann frá dauðum, muntu liólpinn verða,
því að með hjartanu er trúað til réttlætis, en með
munninum viðrkennt til hjálpræðis." Og má þar
sjá, hve miklu máli það skifti í liuga þess manns,
að trúin á frelsarann vrði að játning.
Kristinn safnaðalýðr er nefndr hjörð drott-
ins; einstaklingarnir, sem þeim hópi heyra til,
eru nefndir sauðirnir hans og lömbin hans, en
hann sjálfr er hirðirinn. Það fagra líkingarmál
höfum vér beint frá Jesú. í sambandi við trúar-
játningarnar kirkjulegu má heppilega fœra það
líkingarmál út, svo að grípi inn í íslenzkt þjóðlíf.
Hver bóndinn á Islandi út af fyrir sig á sitt sér-
staka sauðfjármark. Á því þekkist allt sauðféð
hans frá sauðkindum annarra bœnda. Að sínu
leyti eins eru hinar mörgu kristnu kirkjudeildir
víðsvegar um lönd breytilega merktar í andleg-
um skilningi. En merkin eða mörkin, sem þær
hafa á sér til þess að greina eina þeirra frá ann-
arri, eru trúarjátningar þeirra, þær af trúarjátn-
ingunum, sem ráðið hafa heimilisfangi þeirra inn-
an kristninnar. Allir eru skyldir að merkja sauð-
fé sitt. Konungrinn einn er því lögmáli undan-
þeginn, eða svo var sagt upp til sveita á Islandi,
þegar eg var unglingr. Það var ein tegund af
þjóðtrúnni þar. Og samkvæmt því lögmáli var
hvert lamb eða hver önnur sauðkind, sem kom af
fjalli á liaustin án nokkurs marks, konungseign.
I líkingarmáli því, sem eg nú nota, er konungrinn
guð sjálfr. Hann þarf fyrir sig ekki neitt á hin-